Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 33
Vikublað 8.–10. september 201528 Fréttir Erlent
Á
morgun, 9. september, slær
Elísabet II Englandsdrottning
met Viktoríu drottningar og
verður sá þjóðhöfðingi Breta
sem lengst hefur setið að
völdum. Viktoría tók við krúnunni
átján ára gömul árið 1837. Samkvæmt
útreikningum Buckinghamhallar ríkti
hún í 23.226 daga, 16 klukkustundir
og 23 mínútur. Hún lést árið 1901, 81
árs. Elísabet tók við völdum árið 1952,
25 ára gömul, var krýnd árið eftir, og
er nú 89 ára. Þó að nokkuð hafi dreg-
ið úr þrótti hennar mun hún ekki af-
sala sér krúnunni til Karls sonar síns.
Karl er reyndar sá ríkisarfi Bretlands
sem lengst hefur beðið eftir að erfa
krúnuna, eða í 63 ár. Hann er nú 66
ára gamall og gæti þurft að bíða í ein-
hver ár enn. Drottningarmóðirin,
amma hans, varð 101 árs, og ekki er
útilokað að Elísabet II verði nokkurn
veginn jafn langlíf og móðir sín.
Elísabet II hefur alla tíð notið
vinsælda meðal þegna sinna. Hún
fæddist árið 1926, elsta dóttir hertoga-
hjónanna af York, sem seinna urðu
Georg VI og Elísabet drottning. Yngri
systir hennar, Margrét, fæddist árið
1930. Þegar Georg V, afi Elísabetar, lést
árið 1936 tók elsti sonur hans, Játvarð-
ur VIII, við krúnunni en afsalaði sér
henni, eins og frægt varð, vegna ástar
sinnar á fráskilinni konu, Wallis Simp-
son. Faðir Elísabetar, sem var feiminn
og hlédrægur maður, tók við krúnunni.
Yngri kynslóðir kunna sennilega best
skil á honum sem hinum stamandi
konungi í kvikmyndinni The King‘s
Speech, en þar túlkaði Colin Firth
hann eftirminnilega og hreppti Óskar-
inn. Elísabet var sjálf umfjöllunar efni
í kvikmyndinni The Queen sem færði
Helen Mirren Óskarsverðlaun.
Skyldurækin og skipulögð
Elísabet þótti allt frá unga aldri
skyldurækin og skipulögð og með
mikla ábyrgðartilfinningu. Hún
var sem barn, og er enn, einlægur
dýravinur og hundar og hestar hafa
alla tíð verið þar í uppáhaldi.
Hún hefur sagt að hún hafi
þrettán ára gömul orðið ástfangin af
frænda sínum, Filippusi Mountbatt-
en, þau trúlofuðu sig árið 1947 og
gengu í hjónaband sama ár. Georg
VI, faðir Elísabetar, lést árið 1952 og
hún tók þá við völdum, 25 ára göm-
ul og var krýnd árið eftir. Hinni hlé-
drægu Elísabetu leið ekki alltaf vel í
mannfjölda og það átti ekki við hana
að halda uppi spjalli. Hún var fámál
og fjarlæg, jafnvel kuldaleg. Henni
var styrkur að því að hafa hinn ver-
aldarvana og félagslynda Filippus
sér við hlið. Hún sagði við vin sinn:
„Án Filippusar hefði ég ekki ráðið við
þetta.“ Árið 1954 í heimsókn í Ástral-
íu sást hún henda skóm í eiginmann
sinn eftir rifrildi þeirra. Seinna sagði
hún: „Mér þótti þetta leitt en svona
hlutir gerast í öllum hjónaböndum.“
Elísabet hefur alla tíð verið vönd
að virðingu sinni, ekki opinberað til-
finningar sínar heldur ætíð haldið ró
og yfirvegun. Þótt það sjáist kannski
ekki á henni þá er hún sögð búa yfir
kímnigáfu, er sögð góð eftirherma
og hefur gaman af Ali G. Hún klæð-
ist fötum í áberandi litum og er með
hatt í stíl, og litadýrðin gerir að
Elísabet II slær
met Viktoríu
n Hefur ríkt lengst breskra þjóðhöfðingja n Nýtur enn mikilla vinsælda
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Árið 1954 í heim-
sókn í Ástralíu
sást hún henda skóm
í eiginmann sinn eftir
rifrildi þeirra.
Viktoría drottning Elísabet hefur nú setið lengur að völdum en hin fræga formóðir sín.
Stolt móðir Með elsta syni sínum Karli Bretaprins.
Nýkrýnd
drottning
Elísabet var
27 ára þegar
hún var krýnd
drottning.