Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 71
Vikublað 8.–10. september 201550 Fólk Viðtal í fjöllunum í þrjá mánuði og voru svo hrikalega horuð. Það var skelfi- legt að sjá þau,“ segir hún og beygir af en jafnar sig fljótt og heldur áfram: „Ég fékk síðar að vita að pabbi hefði bjargað þúsundum manna. Hann hafði menntað sig í Serbíu, var eldri virðulegur maður og tókst sem slík- um að tala við herinn. Þeim var þó skipað í raðir en mamma og pabbi voru ekki drepin vegna aldurs. Stríð- ið fór mjög illa með pabba. Hann var gjörsamlega ónýtur og vildi ekki lifa. Hann lést svo fyrir þremur árum.“ Erfið eftirköst Fitore segist hafa reynt að byggja upp líf sitt eftir að stríðinu lauk. „Það var allt ónýtt. Þeir brenndu allt. Foreldr- ar mínir áttu hús í fjöllunum, það var ónýtt. Mikið af því fólki sem var drep- ið var flutt yfir til Serbíu og grafið og enn í dag eru fjöldagrafir að finnast. Árið 2003 var ég skilin og gjörsam- lega útbrunnin. Ég varð að komast í burtu,“ segir Fitore sem glímdi lengi við eftirköstin eftir að hún kom til Ís- lands. „Ég fékk slæmar martraðir og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég var ekki alin upp í trú en fannst ég verða að hlúa að mér. Ég þurfti eitthvað ef ég átti að bjargast. Fólkið hér var allt gott við mig og ég fór að kynna mér búddisma og fór svo til sál- fræðings sem hjálpaði mér að vinna mig í gegnum þetta með listinni. Sál- fræðingurinn vildi grafa hryllinginn út og sannfærði mig um að ég þyrfti ekki lengur að vera hrædd þar sem nú væri ég á Íslandi.“ Áfram á olnbogunum Hún segist sakna gamla heimalands- ins en að Ísland sé hennar heimili í dag. „Það er alltaf erfitt að vera inn- flytjandi en ég hef breyst mikið síðan ég kom hingað. Ég er komin vel inn í samfélagið en held að ég sé heppin að því leyti að ég er mjög félagslynd og opin manneskja. Það var því ótrú- lega auðvelt fyrir mig að komast inn í samfélagið þótt stundum hafi ég blótað því að vera ekki Gunnarsdótt- ir eins og aðrar konur. Ég hef bara komið mér áfram á olnbogunum eins og útlendingar þurfa alls stað- ar annars staðar að gera. Svoleiðis er það bara; fyrst fá heimamenn tæki- færi, svo aðrir. Annars hef ég fengið ótrúlegustu tækifæri og það er alltaf jafn gaman þegar fólk treystir manni og sér eitthvað í manni.“ Eyja inni í landi Hún segir menninguna í Kosovo ólíka íslensku menningunni. „Ég passaði aldrei inn í þetta feðraveldis- ríki. Hér hafa konur miklu meiri völd og ráða sér sjálfar. En sem betur fer er þetta að breytast í rétta átt. Unga fólkið fræðir börnin sín en við eigum ennþá langt í land,“ segir Fitore sem fer reglulega í heimsókn til Kosovo. „Ég sá meðal annars til þess að Gus Gus gæti haldið þar tónleika en Dan- íel Ágúst er vinur minn. Hlutirnir eru að breytast en Kosovo er enn mjög lokað land – eins og eyja inni í stóru meginlandi.“ Serbar líka fórnarlömb Fitore segist eiga erfitt með að fylgj- ast með neyð stríðshrjáðra og flótta- manna í dag. „Ég sjálf fæ ekki leng- ur martraðir en mér líður mjög illa þegar ég sé fréttirnar frá Sýrlandi. Ég get ekki horft á þetta því ég veit ekki hvað ég get gert til að hjálpa. Ég nota list mína til að fá útrás,“ segir Fitore sem skapar afar ögrandi lista- verk. „Ég set orð á fólk. Skrifa á barn; HÆTTU AÐ SELJA LÍFFÆRI MÍN. Á konu; HÆTTU AÐ NAUÐGA. Með listinni mótmæli ég en svona lag- að gerist aftur og aftur. Það vilja allir frið, mannréttindi og að fá að lifa saman, líka vinir mínir í Serb- íu. Serbar eru líka fórnarlömb en samfélag þeirra böðlast nú um með sektarkennd.“ Sjálfsbjargarviðleitnin sterkust Aðspurð segir hún Ísland vel geta tekið á móti fleiri en 50 flóttamönn- um. „Flestir flóttamenn vilja kom- ast heim aftur um leið og þeir geta. Við getum ekki látið fólk, konur og börn, deyja í sjónum, við verðum að hjálpa. Í fyrsta lagi þarf þetta fólk ör- yggi, mat, föt og dvalarstað. Og eins þurfa þau samfélagslega hjálp svo þau geti hjálpað sér sjálf. Þau þurfa að fá að tala um það sem hefur gerst, að finna að hlustað sé á þau. Ég vildi komast burt en gat það ekki. Sjálfsbjargarviðleitnin er sterkari en allt. Það er ekki hægt að ímynda sér aðstæður þar sem manneskja reyn- ir að lifa af og hugsar; kannski dey ég en ég reyndi þá allavega. Það er eina markmiðið. Þeir heppnu lifa svo ferðalagið af. Að gefa fólki von um að það sé enn þess virði að lifa lífinu er ómetanlegt. Að sýna að það séu enn til manneskjur sem er ekki sama – þegar öll von er úti er slíkt ómetanlegt. Sjálf beið ég eftir að einhver kæmi og bjargaði okkur. Ég trúði ekki að enginn myndi hjálpa.“ En hvernig er hægt að halda áfram eftir svona lífsreynslu? „Með því að trúa því og treysta að þótt stríðið hafi verið staðreynd þá sé það ekki komið til að vera. Mað- ur verður að treysta því að lífið geti orðið betra, að börnin þín eigi eft- ir að verða heilbrigðir og hamingju- samir einstaklingar. Þótt ég hafi ver- ið nálægt því að gefast upp í stríðinu kom það aldrei til greina. Það er innbyggt í móðurhlutverkið að gef- ast aldrei upp, það er einfaldlega ekki í boði. Það hefði verið of auð- velt. Ég var of sterk til þess að gef- ast upp.“ n Í FYRRA SELDIST ALLT UPP. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA. Hamraborg 6, 200 Kópavogi - Miðasala í s: 44 17500 - www.salurinn.is, salurinn@salurinn.is Eftir stríð Myndin er tekin eftir stríðið þegar Fitore var 29 ára. Mynd Úr EinkaSafni Mótmælir með listinni Fréttir af bágstöddum flóttamönnum koma illa við Fitore sem kýs að tjá sig með list sinni. „Það er ekki hægt að ímynda sér að- stæður þar sem mann- eskja reynir að lifa af og hugsar; kannski dey ég en ég reyndi þá allavega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.