Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 18.–20. ágúst 201514 Fréttir Erlent H ér er ekkert rafmagn og þannig viljum við halda því,“ segir Nadine Mukherjee, 37 ára fyrrverandi hjúkrunar- fræðingur, í viðtali við Reuters. Nadine ákvað ásamt hópi fólks að venda sínu kvæði í kross og flytja í þorpið Odrintsi í suðausturhluta Búlgaríu. Áður en hópurinn flutti til Odrintsi bjuggu fimm manns í þorpinu en nú eru íbúarnir orðnir tuttugu og sjö. Fluttu til Tógó En hvernig kom það til að hópur tutt- ugu og tveggja einstaklinga með afar ólíkan bakgrunn ákvað að flytjast bú- ferlum til Búlgaríu? Hópurinn á ræt- ur sínar að rekja til Þýskalands og er upphafsmaðurinn að þessu öllu Jurgen Hummes. Hummes þessi, sem er 57 ára og fæddur í borginni Mönchengladbach, er lærður smiður en gerðist síðar heilari og andlegur leiðbeinandi. Í störfum sínum eign- aðist hann hóp dyggra fylgjenda sem nú búa með honum í Odrintsi. Fyrst um sinn settist hópur- inn að á gömlu farfuglaheimili fyrir ungmenni í Svartaskógi í Þýskalandi en árið 2007 var ákveðið að setj- ast að í Afr- íkuríkinu Tógó – hraðinn í þýsku samfélaginu reyndist hópn- um um megn. Í Tógó byggði hópur- inn spítala og tók að sér kennslu fyrir munaðarlaus börn. Eftir að hafa gefið allt sitt í Tógó var hópurinn reiðubú- inn að halda áfram. Hummes ákvað að Odrintsi yrði næsti áfangastaður og flutti hópurinn þangað í vor. Líf í nánd við náttúruna Hópurinn keypti nokkur hús sem voru í niðurníðslu eftir að íbú- ar fluttu annað í leit að betra lífi. Búlgaría er fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins og hafa íbúar strjálbýlla svæða margir hverjir flutt annað á undanförnum árum. Þannig má nefna að fjöldi þorpa með fimm eða færri íbúa fjölgaði í 268 árið 2014 úr 184 árið 2004. Á sama tíma fækk- aði íbúum Búlgaríu úr 7,8 milljón- um í 7,2 milljónir. „Við viljum lifa í sem mestri nánd við náttúruna,“ seg- ir Nadine í samtali við Reuters. Enn sem komið er er aðeins eitt hús- anna sem hópurinn keypti íbúðar- hæft. Það hýsir konu og barn henn- ar í hópnum. Aðrir sofa í tjöldum. Á daginn er unnið að því að koma hús- unum í þokkalegt ástand fyrir vetur- inn. Ólíkur bakgrunnur Það er óhætt að segja að meðlim- ir hópsins hafi ólíkan bakgrunn. Nadine er sem fyrr segir hjúkrunar- fræðingur og Hummes smiður. Þá er í hópnum fyrrverandi ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu IBM. Með- limir hópsins virðast vera komn- ir til að vera og líta björtum augum á framtíðina. Hópurinn á nú þegar 230 geitur og stendur til að opna verksmiðju þar sem geitaostur verð- ur framleiddur. Meðlimir hópsins sakna einskis. „Ég sakna þess ekki að geta búið í stóru og fallegu húsi, gist á hóteli eða borðað mat á góðu veitingahúsi. Stundum sakna ég þess að geta ekki fengið mér gott vín- glas endrum og eins,“ segir Stefanw Gumbrich, sem hætti í starfi sínu árið 2013. Hann segist hafa gengið til liðs við hópinn til að öðlast hugarró. Almenn ánægja virðist ríkja með hópinn meðal annarra þorpsbúa sem eru teljandi á fingrum annarr- ar handar. „Þetta er frábært fólk. Þau kunna ekki búlgörsku en eru mjög almennileg,“ segir Vladimir Faitalov, 57 ára nágranni. n Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Ekkert rafmagn en 230 geitur n Hópur fólks flutti í afskekkt þorp í Búlgaríu n Þoldu ekki hraðann í þýsku samfélagi Aðalmaðurinn Jurgen Hummes er heilari og andlegur leiðbeinandi. Hann er upphafsmaður hópsins og á sér dygga fylgjendur. Geitahús Bastian Hummes (til vinstri) talar hér við Kolani Lamboni (fyrir miðju) og Sven Hummes í hrörlegu húsi sem hýsa mun geitur sem hópurinn hefur eignast. Réttu handtökin Bastian Hummes sést hér kenna ungum syni sínum hvernig á að mjólka geit. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Hópmynd Hér sjást sex meðlimir hópsins en alls tilheyra tuttugu og sex manns honum. Eins og sjá má býr fólkið við nokkuð frumstæðar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.