Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 7
Með hverju ári sem líður fækkar
þeim sem muna til þeirra tíma er
þægindi nútímans voru ekki sjálf-
sagðir hlutir í tilveru okkar. Jafnframt
er hætt við því, að með tímanum
hrím i yfir nöfn þeirra manna sem með
eljusemi sinni, frumkvæði og hugviti
færðu okkur þau lífsgæði sem flest
okk ar telja nú sjálfsagðan þátt hins
daglega lífs. Í þætti þessum verður
fjallað um Jón Sigvalda Nikódemus-
son vélsmið og hitaveitustjóra, sem af
ýmsum hefur verið kallaður faðir
Hita veitu Sauðárkróks. Allir Króks-
arar og flestir aðrir Skagfirðingar
þekkt u Jón Nikk á sínum tíma, en svo
var hann jafnan kallaður.
Uppruni og æskuár
Jón var fæddur í Holtskoti í Seylu-
hreppi 7. apríl 1905, elstur sex syst-
kina. Foreldrar hans voru hjónin
Nikódemus Jónsson bóndi í Holts-
koti, f. 10. september 1871, d. 13.
ágúst 1953, og Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja, f. 12. maí 1880, d. 4. ágúst
1934, ættuð frá Móskógum í Vestur-
Fljótum, hagleikskona og handlagin
eins og hennar fólk allt. Börn þeirra
auk Jóns voru Oddný (1906–1993), g.
Jóni Jóhannssyni á Siglufirði. Ingólf -
ur (1907–1991), trésmíðameistari á
Sauð árkróki, kv. Unni Hallgrímsdótt-
ur. Sveinn (1908–1990), útgerðar-
maður á Sauðárkróki, kv. Pálmeyju
Haraldsdóttur. Guðrún Ingibjörg
(1909–1922). Guðlaug (1914–2001),
búsett á Blönduósi. M. 1, Jón Svein-
berg á Blönduósi (skildu). M. 2, Ari
Jónsson. Fyrri kona Nikódemusar var
Monika Stefánsdóttir frá Skíðastöðum
á Neðribyggð, f. 20. ágúst 1874, d.
17. júlí 1900. Sonur þeirra: Stefán
(1899–1988), lengst af bóndi á Efri-
Rauðalæk á Þelamörk. Þeir Ingólfur
og Sveinn voru lengi þekktir borgarar
á Sauðárkróki og eiga þar afkomendur.
Þar eru hagleikur og verkfærni sterkur
eðlisþáttur.
Í Skagfirzkum æviskrám 1890–1910,
1. bindi, bls. 221, er Nikódemusi lýst
svo að hann hafi verið drengur góður
og prúðmenni, prýðilega greindur,
fróður og minnugur og sagði vel frá,
en miður hneigður til búsýslu. Hann
tók að sér póstferðir milli Víðimýrar
og Siglufjarðar eftir lát fyrri konu
sinn ar og reyndist ötull ferðamaður.
Vorið sem Jón fæddist hófu foreldrar
7
ÁRNI GUNNARSSON FRÁ REYKJUM
JÓN S. NIKÓDEMUSSON
VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
____________