Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 8
SKAGFIRÐINGABÓK
hans búskap á Valabjörgum á Skörð um
og bjuggu þar í fimm ár, en flutt ust
vorið 1910 að Hátúni í Seylu hreppi.
Eftir þriggja ára búskap þar fluttust
þau til Sauðárkróks vorið 1913 og
sett ust að í torfbæ á Eyrinni. Fljótlega
eftir það keypti Nikódemus torfbæinn
Hjaltastaði á lóðinni þar sem nú er
Lindargata 7. Skammt þar frá stóð
íbúðarhús það er stendur enn, tvílyft
hús byggt árið 1897 af Árna vert og
syni hans Theóbald, en sú fjölskylda er
talin vera frumbyggjar Sauðárkróks.
Þetta hús eignaðist Nikódemus síðar,
og líkt og önnur hús á Króknum var
það lengi kennt við eigendur sína:
Árna vertshús, Theóbaldshús eða
Tesa hús, og síðan Nikódemusarhús.
En húsið var einnig nefnt Fyrstaból og
er þar að sjálfsögðu vísað til frum-
byggj anna, en síðar þegar götur fengu
nöfn og hús númeruð, fékk gatan nafn
af lind, gömlu vatnsbóli sem er á bak
við Lindargötu 11. Á þessum árum
var Sauðárkrókur enn frumstætt
sveita þorp þar sem launuð atvinna var
bæði lítil og stopul og lífsbaráttan
hörð. Nikódemus varð að sjá fjölskyld u
sinni farborða með kaupavinnu á
sumr um, og á vetrum stundaði hann
sjómennsku, m.a. suður í Vogum á
Vatnsleysuströnd, en síðar hjá Bjarna
Einarssyni útgerðarmanni á Akureyri.
Nikódemus var til heimilis hjá Jóni
og Önnu að Fyrstabóli. Hann missti
sjónina á góðum aldri. Í herbergi sínu
skar Nikódemus tóbak og seldi þar til
hann veiktist af berklum; þá fluttist
hann að Kristneshæli og dvaldist þar
það sem eftir var ævinnar.
Svo virðist sem á Jóni hafi sannast
máltækið: „Snemma beygist krókur-
inn að því sem verða vill.“ Í bókinni
Auður úr iðrum jarðar (Safn til iðnsögu
Íslendinga XII, 383) er eftirfarandi
frásögn skráð eftir Antoni V. Jóhanns-
syni frá Siglufirði: „Sem dreng ur var
Jón hafður til snúninga í Skarðdal í
Siglufirði en svo heitir fremsti bærinn
þegar komið er yfir Sigl u fjarðarskarð.
Þar bjuggu þá Gísli Bjarnason og
Anna Þorláksdóttir. Eng um duldist
8
Systkinin:
Ingólfur, Jón,
Sveinn, Oddný og
Guðlaug.
Eig.: Anna María
Gunnarsdóttir.