Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 9
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
að allt vélarkyns átti hug hans; að búa
til eitthvað og fá það til að snúast
heill aði mest. Gamlar vekj araklukkur
voru til dæmis meðal gersema sem
gaman var að fást við. Eitt sinn var Jón
upptekinn af útbúnaði sem hann var
að setja upp við bæjarlækinn og hefur
þá eflaust verið að beisla vatnsorkuna
á einhvern hátt. Þá bar svo við að
kind ur komust í túnið þar sem þeim
var ekki ætlað að vera. Húsfreyjan í
Skarðdal svipast nú um eftir einhverj-
um sporléttum að reka fyrir sig úr
túninu en sér ekkert af börnum sínum
nærri. Þá kemur hún auga á Jón við
bæjarlækinn og fer þang að. Hún biður
Jón að skjótast fyrir kindurnar og
koma þeim úr túninu. Hann lítur upp
og segir í mestu einlægni: „Æ, Anna
mín, ég má bara ómögulega vera að
því núna því það er alveg að fara í
gang hjá mér.“ Við þessu var auðvitað
ekkert að gera – einhver annar var
fenginn til að reka úr túninu en Jón
hélt tilraunum sínum áfram.“
Á uppvaxtarárum Jóns var fábrotin
iðnmenning á Króknum og vélvæðing
samkvæmt því varla nokkur, ef frá eru
taldar vélar í opnum bátum. Einn
járnrennibekkur, fótstiginn, var í
bæn um framundir 1940, en sá var á
„Stöðinni“ og í eigu Péturs Sighvats
símstöðvarstjóra. Í viðtali Guðbrands
Magnússonar við Jón, sem birtist í
tím a ritinu Heima er best 1980 og ber
titilinn „Þúsundþjalasmiður á Krókn-
um“, segir Jón frá því að mikil vinátta
hafi verið með honum og Gunnari
syni Péturs, en þeir voru á líku reki.
Segir Jón að þeir hafi brallað margt
sam an, enda báðir haft gaman af að
smíða. Þarna er Jón 11 ára að eigin
sögn og meðal fyrstu smíðisgripa
þeirr a félaganna voru tóbaksdósir.
Líklegt má telja að sá tækjakostur sem
Jón kynntist þarna, hafi glætt þann
neista sem í honum bjó, og að þar hafi
honum dvalist við föndur af ýmsum
toga og ólíkum því sem aðrir drengir
á hans reki sóttu sína afþreyingu í. Til
gamans er hér óstaðfest frásögn af
„bralli“ Jóns á verkstæði Péturs Sig-
9
Nikódemusarhús,
Lindargata 7.
Ljósm.: Kristján C.
Magnússon.