Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 12
SKAGFIRÐINGABÓK
víst að sjómennskan féll honum vel.
Jafnframt er ljóst að nákvæm eftirtekt
hans og glöggskyggni á aðstæður
hefð i gert hann að góðum skipstjórn-
armanni eins og síðar verður frá sagt.
Á Akureyri kynntist Jón konuefni
sínu, Önnu Friðriksdóttur, og árið
1929 fluttust þau hjón til Sauðárkróks
á æskuheimili Jóns, Lindargötu 7,
sem Jón keypti, og stóð heimili þeirra
þar æ síðan. Anna var fædd á Akureyri
22. desember 1909, dóttir hjónanna
Friðriks Sigurgeirssonar frá Kambs-
mýrum í Fnjóskadal og Þorbjargar
Sigurgeirsdóttur frá Veisu.
Fyrri hluti starfsferils Jóns
Ekki var að miklu að hverfa á
Sauðárkróki hvað atvinnu áhrærði á
þessum árum, sem talin eru hafa verið
erfiðasta tímaskeið aldarinnar. Krepp-
an er í algleymingi og daglaunavinna
nær engin önnur en stopular snapir
við uppskipun. Flestar fjölskyldur
áttu nokkurn bústofn til heimilisþarfa
og munu þau hjón, Jón og Anna,
fljótlega hafa tekið upp þann sið. Þá
mun Jón einnig hafa stundað trillusjó-
mennsku, og árið 1930 kaupir hann
opna vélbátinn Björgvin af Lárusi
Runólfssyni. Fjölskyldan stækkaði og
árið 1933 hafa þeim fæðst þrjú börn.
Það ár samþykkir Alþingi ályktun um
atvinnumál og einn liður hennar er að
safna skýrslum um fjárhagsástæður,
atvinnuhorfur og atvinnu sjómanna,
verka manna og iðnaðarmanna í kaup-
stöðum og kauptúnum landsins, og
leggja árangur þeirra rannsókna og
tillögur því viðvíkjandi fyrir næsta
reglu legt Alþingi. Í skýrslu Jóns kem-
ur fram að það ár er búfjáreignin ein
kýr og veturgömul kvíga. Þá eru bátar
og skip metin á 120 kr. og bifreið
met in á 600 kr. Þetta ár stundar Jón
sjó á trillu í 60 daga samkvæmt um-
ræddri skýrslu.
Árið 1928 hafði Kaupfélag Skag-
firðinga sett upp frystihús þar sem
12
Jón Nikódemusson
og Anna Friðriks
dóttir.
Eig.: Anna María
Gunnarsdóttir.