Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
síðar varð véla- og bifreiðaverkstæðið
við Freyjugötu. Þangað réðst Jón til
vélgæslu og sinnti henni til ársins
1947, er hann veiktist af ammoníaks-
eitrun og varð óvinnufær um nokkurt
skeið. Þessi vinna við vélgæsluna hef-
ur greinilega verið sundurslitin hin
fyrstu ár og vinnutími óreglulegur,
því umrætt ár 1933 skráir hann: „102
daga unnið 12 kl. í sólarhring, 53
daga unnið 20 kl. í sólarhring, 10
daga unnið 16 kl. í sólarhring, við
niðursetningu á vélum og smíðar 54
daga.“ Á þessu tímabili jukust umsvif
frystihússins verulega, húsnæðið var
stækkað um helming jafnframt því
sem ný tækni hélt innreið sína. Um
uppsetningu á nýjum vélum sá Jón að
öllu leyti, ásamt því að sjá um allar
viðgerðir. Þarna kom hann sér upp
verkstæði, keypti sjálfur og átti öll
þau tæki og verkfæri sem hann notaði.
Á meðan Jón starfaði þarna var aldrei
fenginn annar maður til viðgerða. Á
þessu verkstæði vann Jón að ýmsum
breytingum til hagræðingar og naut
þar óvenjulegrar verkþekkingar sem
hann hafði aflað sér af meðfæddri
hnýsni um slík efni, og kom sér vel er
upp komu óvænt vandamál. Líkur eru
á að þar hafi Jón dundað sér við það að
taka í sundur bílvél og setja saman að
nýju. Þarna voru smæstu hlutar ekki
undanskildir.
Fyrstu frystipressurnar voru frum-
stæðar að gerð, drifnar af dísilvél sem
„skotið“ var í gang með lofti. Loft-
pressa tengd frystivélasamstæðunni
hlóð lofti inn á kút til að skjóta dísil-
vélinni í gang, en upp gat komið það
vandamál að ekki væri nægt loft á
kútnum þegar til þurfti að taka. Þetta
leysti Jón með „ónýtri“ bílvél sem
hann lagfærði svo að nú gat hann nýtt
hana til að drífa loftpressuna og hlaða
loftkútinn. Stjórn Kaupfélagsins virð-
ist hafa metið störf Jóns að verð leik-
um. „Svo segir í fundargjörðabók
stjórnarnefndar K.S.: „Samþykkt að
gefa Jóni Nikódemussyni smið raf-
magnsbor sem lítinn virðingarvott
um ómetanlegt starf í þágu félagsins.“
Jón hafði raunar verið tæknilegur
ráðunautur Kaupfélagsins í margvís-
leg um efnum allt frá því hann gerðist
starfsmaður þess. Þegar sveitarfélagið
þurfti að láta vinna að vandasömum,
tæknilegum framkvæmdum, var sjálf-
sagður hlutur að leita til Jóns Nikó-
dem ussonar, en hann tók við, er Sölva
Jónsson þraut. Þegar skólpkerfi var
14
Jón Nikódemusson 26. maí 1946.
Eig.: Anna María Gunnarsdóttir.