Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 17
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
hann m.a. margar olíukyndingar og
breytti kolakyntum ofnum, svo nokk-
uð sé nefnt af fjölmörgum verkefnum
af tæknilegum toga.
Jón var fenginn til að sjá um nýlagn-
ir í veitukerfi vatnsveitu Sauðárkróks
árið 1943, og síðan ráðinn veitustjóri
1946. Þetta var ærið starf, enda voru
fyrstu lagnir veitunnar frá árinu 1912
og því brýn þörf á endurnýjun. Þessu
verkefni sinnti Jón af alþekktri kost-
gæfni og var í senn yfirverkstjóri og
jafnframt hönnuður nýlagna. Í viðtali
við Ingólf Sveinsson frænda sinn, sem
varðveitt er í handriti, segist Jóni svo
frá að fyrsta veitan hafi verið úr þró
sem grafin var ofan við bæinn á
Hlíðarenda, og vatnið svo mengað af
járni að það var erfitt að sjóða í því
baunir því „þær meyrnuðu ekki!“ Svo
sem við mátti búast var kerfið orðið
lélegt og íbúðarhús í hluta bæjarins
orðin vatnslítil og nokkur fast að því
vatnslaus. Við þessu var erfitt að
bregðast því vatnsrör til nýlagna
reynd ist örðugt að fá, en á þessum
tíma voru stíf innflutnings- og
gjaldeyrishöft og oft réð hending því
hvort fáanleg væru rör af þeim
stærðum sem um var sótt hverju sinni.
Varð því oft að skeyta saman ójöfnum
stærðum með tilheyrandi töfum og þá
sjaldan um endanlegar lausnir að ræða.
Í fundargerð bæjarstjórnar frá 18.
sept ember 1949 kemur fram, að nær
öll hús við Skagfirðingabraut séu
vatnslaus og ástæðan sú að ekki hafði
fengist innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi fyrir vatnsveituna. Mikill vatns-
skortur sé í bænum og neysluvatn
ekkert í sumum húsum og í öðrum sé
eingöngu vatn á neðstu hæð. „Beri
eldsvoða að höndum er svo lítið vatn
að brunavarnir muni koma að litlu
liði. Talið er fullvíst að afsláttur af
brunabótagjöldum af fasteignum og
lausafé verði felldur niður vegna
þess a.“ Ástæðu þessa vatnsskorts
mátt i að nokkru rekja til þeirrar auknu
notkunar á vatni sem leiddi af
skolpveitunni sem lögð var 1942–
1943, en þá fengu öll hús frárennsli,
17
Jón við renni
bekkinn árið 1980.
Ljósm.: Guðbrandur
Magnússon.