Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
og í tengslum við það settu þá flestir
salerni í hús sín. Árið 1950 var Göngu-
skarðsárvirkjun tengd og gamla raf-
stöðin lögð niður. Tengdi Jón þá
gömlu lögnina frá Sauðárstíflunni við
veitukerfið með bráðabirgðaleiðslu og
tókst með því að auka að mun við af-
köst þess. Sauðárstíflan og tréstokk-
urinn frá henni voru Jóni vel kunnug
því hann hafði verið vaktmaður í
Sauðárrafstöðinni. Hún stóð þar sem
nú er heimavist Fjölbrautaskólans.
Fljótlega var svo byggt síuhús á leiðsl-
una til hreinsunar á vatninu.
Hitaveita Sauðárkróks
Þá er komið að þeim þætti í starfsferli
Jóns Nikódemussonar, sem umfram
önnur störf geymir nafn hans í sögu
Sauðárkróks um ókomin ár.1 Þegar hér
er komið sögu, eru nýir tímar í vænd-
um hjá íbúum bæjarins. Tækninýjung-
ar við beislun jarðvarma hafa sannað
sig eftir langan aðdraganda, sem jafn-
vel má rekja til daga Bjarna Pálssonar
og Eggerts Ólafssonar. Samkvæmt
Ferðabók þeirra boruðu þeir í jarðhita-
svæðið í Laugarnesi við Reykjavík
sumarið 1755, og af árangrinum töldu
þeir að með borunum mætti búa til
nýja hveri.
Vestur í Klettafjöllum Bandaríkj-
anna er lögð árið 1892 ein fyrsta hita-
veita, sem sögur fara af, í Boise, 15
þúsund manna bæ. Þessar fréttir ber-
as t um heimsbyggðina. Þorkell Þor-
kels son, kennari við Gagn fræðaskólann
á Akureyri og síðar veðurstofustjóri,
skrifar grein í blaðið Norðurland í árs-
byrjun 1909 og veltir fyrir sér
spurningunni um nýtingu jarðhita
okkar Íslendinga.
Fyrstir til þess að leggja heitt vatn í
íbúðarhús á Íslandi voru bændurnir
Stefán B. Jónsson á Suðurreykjum í
Mosfellssveit og Erlendur Gunnarsson
á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Með
vissu stóð Stefán í hitaveitufram-
kvæmdunum sumarið 1908 og Er-
lend ur árið 1911. Stefán náði í heitt
vatn úr laug eða hver skammt frá
íbúðarhúsi sínu á Suðurreykjum.
Erlend ur virkjaði gufu og heitt vatn
úr hver fyrir neðan húsin á Sturlu-
reykjum.
Skólahús Héraðsskólans á Laugum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu var
frá upphafi árið 1924 hitað með 56 °C
heitu vatni. Laugin sem vatnið var
sótt í, stendur 62 m hærra í landinu en
kjallari héraðsskólans. Þingeyingar
vönduðu til stofnæðarinnar, sem var
472 m löng og gerð úr pottjárni. Ein-
angrun var bikaður strigi, mómold og
torf. Stofnæðin er ein sú elsta í landinu.
Hitaveitan var tekin í notkun í nóv-
ember 1924.
Reykholtshver er goshver í landi
Stórafljóts í Biskupstungum. Hann
gefur 15 lítra á sekúndu af 98 °C heitu
vatni. Jón Halldórsson bóndi á Stóra-
fljóti gaf sveitungum sínum land und-
i r barnaskóla og heitt vatn til hús hit-
unar. Biskupstungnahreppur reisti
barnaskóla þar sumarið og haust ið
1927. Upphaf þéttbýlis í Reykholti í
Biskupstungum má rekja til þessa.
18
1 Eftirfarandi kafli um Hitaveitu Sauðárkróks er að nokkru leyti saminn og endurbættur af Þor gils
Jónassyni sagnfræðingi og fulltrúa hjá Orkustofnun (frá 1970), upp úr frumgerð Árna Gunn-
arssonar.