Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 18

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK og í tengslum við það settu þá flestir salerni í hús sín. Árið 1950 var Göngu- skarðsárvirkjun tengd og gamla raf- stöðin lögð niður. Tengdi Jón þá gömlu lögnina frá Sauðárstíflunni við veitukerfið með bráðabirgðaleiðslu og tókst með því að auka að mun við af- köst þess. Sauðárstíflan og tréstokk- urinn frá henni voru Jóni vel kunnug því hann hafði verið vaktmaður í Sauðárrafstöðinni. Hún stóð þar sem nú er heimavist Fjölbrautaskólans. Fljótlega var svo byggt síuhús á leiðsl- una til hreinsunar á vatninu. Hitaveita Sauðárkróks Þá er komið að þeim þætti í starfsferli Jóns Nikódemussonar, sem umfram önnur störf geymir nafn hans í sögu Sauðárkróks um ókomin ár.1 Þegar hér er komið sögu, eru nýir tímar í vænd- um hjá íbúum bæjarins. Tækninýjung- ar við beislun jarðvarma hafa sannað sig eftir langan aðdraganda, sem jafn- vel má rekja til daga Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar. Samkvæmt Ferðabók þeirra boruðu þeir í jarðhita- svæðið í Laugarnesi við Reykjavík sumarið 1755, og af árangrinum töldu þeir að með borunum mætti búa til nýja hveri. Vestur í Klettafjöllum Bandaríkj- anna er lögð árið 1892 ein fyrsta hita- veita, sem sögur fara af, í Boise, 15 þúsund manna bæ. Þessar fréttir ber- as t um heimsbyggðina. Þorkell Þor- kels son, kennari við Gagn fræðaskólann á Akureyri og síðar veðurstofustjóri, skrifar grein í blaðið Norðurland í árs- byrjun 1909 og veltir fyrir sér spurningunni um nýtingu jarðhita okkar Íslendinga. Fyrstir til þess að leggja heitt vatn í íbúðarhús á Íslandi voru bændurnir Stefán B. Jónsson á Suðurreykjum í Mosfellssveit og Erlendur Gunnarsson á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Með vissu stóð Stefán í hitaveitufram- kvæmdunum sumarið 1908 og Er- lend ur árið 1911. Stefán náði í heitt vatn úr laug eða hver skammt frá íbúðarhúsi sínu á Suðurreykjum. Erlend ur virkjaði gufu og heitt vatn úr hver fyrir neðan húsin á Sturlu- reykjum. Skólahús Héraðsskólans á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu var frá upphafi árið 1924 hitað með 56 °C heitu vatni. Laugin sem vatnið var sótt í, stendur 62 m hærra í landinu en kjallari héraðsskólans. Þingeyingar vönduðu til stofnæðarinnar, sem var 472 m löng og gerð úr pottjárni. Ein- angrun var bikaður strigi, mómold og torf. Stofnæðin er ein sú elsta í landinu. Hitaveitan var tekin í notkun í nóv- ember 1924. Reykholtshver er goshver í landi Stórafljóts í Biskupstungum. Hann gefur 15 lítra á sekúndu af 98 °C heitu vatni. Jón Halldórsson bóndi á Stóra- fljóti gaf sveitungum sínum land und- i r barnaskóla og heitt vatn til hús hit- unar. Biskupstungnahreppur reisti barnaskóla þar sumarið og haust ið 1927. Upphaf þéttbýlis í Reykholti í Biskupstungum má rekja til þessa. 18 1 Eftirfarandi kafli um Hitaveitu Sauðárkróks er að nokkru leyti saminn og endurbættur af Þor gils Jónassyni sagnfræðingi og fulltrúa hjá Orkustofnun (frá 1970), upp úr frumgerð Árna Gunn- arssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.