Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
sen oddvita, voru þessar upplýsingar
lagðar fram og ræddar á hreppsnefnd-
arfundi 27. október 1943, og ákveðið
þar að kjósa þriggja manna hitaveitu-
nefnd. Fór sú kosning fram á næsta
fundi hreppsnefndar þann 17. nóvem-
ber 1943. Kjörnir voru þeir Kristinn
P. Briem, Kristján C. Magnússon og
Friðrik Hansen, og var Friðrik for-
maður nefndarinnar. Sumarið 1944
samþykkti hreppsnefndin að verja eitt
þúsund krónum til að grafa þarna
brunn í rannsóknarskyni. Niðurstaða
af þeirri framkvæmd leiddi í ljós 52
°C hita. Nokkur tími mun þó hafa
liðið áður en drög voru lögð að fram-
kvæmdum, en málinu var haldið
vakandi.
Í ársbyrjun 1946 var á ný kosin hita-
veitunefnd, og sátu í henni Sigurður
P. Jónsson kaupmaður, sem varð for-
maður, og auk hans þeir Guðmundur
Sveinsson fulltrúi kaupfélagsstjóra, og
Magnús Bjarnason kennari. Á fyrsta
fundi þessarar nefndar lýsti for-
maðurinn yfir þeirri skoðun sinni, að
nauðsyn bæri til að bæjarbúar hæfust
sem fyrst handa um rannsóknir í
Sauðárkrókslandi, og lagt yrði fram
nokkurt fé í því skyni. Samþykkti
nefnd in að fara fram á það við hrepps-
nefndina að hún reiddi fram að
minnst a kosti þrjú þúsund krónur
strax þetta sama ár. Í öðru lagi var
samþykkt að fela sendimönnum, sem
ætlunin var að færu á vegum hrepps-
ins suður til Reykjavíkur, að kynna sér
þessi mál nákvæmlega þar og reyna
jafnframt að fá tæki til frekari rann-
sókn a. Þessar tillögur hitaveitunefnd-
ar voru samþykktar á fundi hrepps-
nefnd ar skömmu síðar. Ekki finnast
heimildir um aðra fundi né frekari
störf þessarar nefndar, en nú hófst sú
atburðarás sem varð upphaf nýrra tíma
hjá íbúum Sauðárkróks.
22
Bor Jóns Nikódemussonar á malarpalli úti í Áshildarholtsvatninu. Í baksýn Tinda
stóllinn og Sauðárkrókur. Ljósm.: Páll Jónsson.