Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 23
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Sumarið 1946 hófust rannsóknir
undir stjórn Gunnars Böðvarssonar,
verkfræðings og fyrsta forstöðumanns
Jarðborana ríkisins2 (JBR). Með
Gunn ari í jarðhitaleitinni í Borgar-
mýrum var Þorsteinn Thorsteinsson
verkfræðingur og jarðfræðingur.
Merk i um jarðhita á yfirborði voru
greinileg í þeim hluta Borgarmýra og
við Áshildarholtsvatn, sem tilheyrði
Sjávarborg.
Fyrst sumarið 1946 mun hafa verið
leitað með viðnámsmælingum3 í
Borg armýrum4 og aftur sumarið
1949, en ekki fundust skýr merki um
að jarðhitinn næði langt í norður frá
23
Heimamenn og sérfræðingar að sunnan við eina fyrstu borholuna, líklega BM2.
Ljósm.: Kristján C. Magnússon.
2 Stofndagur Jarðborana ríkisins er 18. apríl 1945, en þann dag fól Áki Jakobsson atvinnu-
málaráðherra, Rafmagnseftirliti ríkisins að annast útgerð þeirra jarðbora, sem ríkissjóður átti.
Raforkumálaskrifstofan tók til starfa í ársbyrjun 1947. Jakob Gíslason verkfræðingur, var fyrsti
og sá eini, sem gegndi stöðu raforkumálastjóra. Undir raforkumálastjóra voru Rafmagnsveitur
ríkisins, Héraðsrafmagnsveitur ríkisins, Rafmagnseftirlit ríkisins, Jarðboranir ríkisins og
Vatna mælingar. Raforkumálaskrifstofan var lögð niður sumarið 1967. Rafmagnsveitur ríkisins
urðu sjálfstætt fyrirtæki. Orkustofnun tók til starfa 1. júlí 1967 og tók við Jarðhitadeild og
Raforkudeild ásamt Vatnamælingum. Með Orkustofnun fylgdu Jarðboranir ríkisins, Gufubor-
un ríkisins og Reykjavíkurborgar og Rafmagnseftirlit ríkisins í B-hluta fjárlaga. Yfirmaður
Orkustofnunar nefnist orkumálastjóri.
3 Viðnámsmælingar er ein þeirra aðferða, sem notuð er til að finna jarðhita. Stærð jarðhitasvæða
má afmarka með viðnámsmælingum. Lágt viðnám getur bent til jarðhita. Selta í seti gefur líka
lágt viðnám. Með segulmælingum er reynt að finna bergganga og stundum misgengi. Einnig
er reynt að finna heitasta blettinn á svæðinu með hitamælingum í borholum. Um og eftir 1985
varð mun ódýrara en áður að bora hitaleitarholur, eftir að borverktakar eignuðust góðar loft-
pressur og lofthamra.
4 Sauðárkrókshreppur keypti 8. mars 1934 um 100 ha spildu úr Borgarmýrum, landi Sjávarborgar.