Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 24
SKAGFIRÐINGABÓK
Áshildarholtsvatni. Annað átti þó
efti r að koma á daginn. Í Áshildar-
holtsvatni í landi Sjávarborgar var
yfirborðshiti mældur og sýni tekin til
efnagreiningar. Sýndu þessar niður-
stöður, að um jarðhitavatn væri að
ræða, og líklegt þótti að með borun
mætti ná a.m.k. 55 °C heitu vatni.
Viðnámsmælingar voru endurteknar
sumarið 1947, og staðfestu þær að
jarðhita væri að finna þarna á allstóru
svæði undir 40 m þykku seti.5
Boranir hófust í lok maí 1948, og
vildi þá svo til að Jón Nikódemusson
var með vinnuflokk sinn við vatns-
veituframkvæmdir sunnan við bæinn,
þegar bormennirnir, bræðurnir Sigur-
mundur og Guðni Jónssynir frá
Brjáns stöðum á Skeiðum, mættu með
Höggbor 1 og tilheyrandi búnað.
Yfir leitt voru tveir menn í áhöfn á
höggborum. Jón vísaði bormönnum á
fund Björgvins Bjarnasonar bæjar-
stjóra. Björgvin bað Jón að taka að sér
alla fyrirgreiðslu og framkvæmdir,
sem þyrfti til að koma Höggbor 1 á
staðinn, m. a. lagningu vegar að svæð-
inu og landfyllingu fyrir borsvæðið.
Má segja að þar hafi hafist afskipti
Jóns af því verkefni, sem hann eyddi
mest allri starfsorku sinni í þaðan í frá.
Það er margreynt, að holur mis-
heppn ast, þegar borað er fyrst á nýju
svæði; þekking á jarðfræði svæðisins
er takmörkuð. Á þessum árum voru
jarðborar ekki öflugir og reynsla bor-
manna lítil, miðað við það, sem síðar
varð. Í Borgarmýrum kom fljótt í ljós,
að nauðsynlegt var að fóðra með stál-
röri í gegnum setlagið áðurnefnda
niður í harða klöpp. Þetta sumar voru
boraðar fimm holur í landi Sjávarborg-
ar, sumar á tanga, sem gerður var út í
Áshildarholtsvatn.6
Fyrsta holan (BM-00) var aðeins
17,5 m djúp, þegar hætt var við hana
út af stöðugu hruni og festum, og er
hún úr sögunni. Betur tókst með
næst u holu, sem heitir BM-01 í Bor-
holuskránni. Hún var boruð í þess um
áfanga niður á 29,5 m dýpi og var
fóðruð fyrst með 8⅝" (tommu) stál-
röri niður í 4 m og síðan með 6⅝" röri
í 14 m dýpi. Haldið var áfram með
holuna síðar með Haglabornum.
Þriðj a holan (BM-02) var fóðruð með
6⅝" stálröri niður í 25,3 m og boruð
24
Heita vatnið bullar upp. Mynd frá sumr
inu 1965. Rörastæða til hægri en í fjarska
sér á bormastrið.
Ljósm.: Ægir Pétursson.
5 Setlögin eru framburður Héraðsvatna frá lokum síðustu ísaldar, en talið er að ísöldinni hafi lokið
fyrir um 11.000 árum.
6 Upplýsingar um holurnar eru í Borholuskrá og Oracle-gagnagrunni Orkustofnunar í Reykjavík.