Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 27
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
í 35 °C.8 Ómæld hlunnindi voru og í
sjálfrennslinu – aðeins þurfti að kaupa
rafmagn til þess að dæla vatninu til
Sauðárkróks. Fyrsta dælustöðin var
byggð í landi Sjávarborgar, ekki langt
frá Áshildarholtsvatni. Hlutverk
dælu stöðvarinnar var að dæla vatninu
í gegnum stofnæðina frá Borgar-
mýrum. Í dælustöðinni var einnig
dísilvél og rafall til þess að framleiða
rafmagn, ef bilaði hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins.
Nauðsynlegt var að ganga til samn-
inga við eigendur Sjávarborgar um
kaup á vatnsréttindunum í Borgar-
mýrum. Samningur þar um var undir-
ritaður 27. júní 1951. Leiðsla heim að
Sjávarborg var lögð sumarið 1952. Því
verki stjórnaði Jón, og var íbúðarhúsið
á Sjávarborg líklega tengt hitaveitunn i
haustið 1952. Samningurinn tryggir
eigendum Sjávarborgar ¹⁄₅ af fyrstu 25
sekúndulítrunum og ²⁄₅ hluta vatns-
ins, sem kom upp umfram 25 sekúndu-
lítra. Einn lítri á sekúndu á einu ári er
31.536 m3. Stórt einbýlishús notar
nálægt 1.000 m3 til hitunar á einu ári.
Gunnar Böðvarsson gerði frumáætl-
un um hitaveituna sumarið 1950, en
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur í
Reykjavík og verkfræðistofa hans
gerði fullnaðaráætlun og uppdrætti
vorið 1951. Verkfræðistofa Sigurðar
leitaði tilboða í efni, sem til þurfti.
Theódór Árnason verkfræðingur hjá
Sigurði Thoroddsen, mældi fyrir aðal-
æðinni frá Borgarmýrum og út á
Sauðárkrók. Á þessum árum lá lánsfé
ekki á lausu. Það kann að hafa haft
áhrif á að stofnæðin var úr asbesti en
ekki stáli.
Sumarið eftir, um mánaðamótin
27
Hitaveitustjórinn með
málband í höndum
ræðir við Bjarna son
sinn í skurði á Skag
firðingabrautinni
framan við húsið
Heimi. Lengst til
vinstri, næst ljósa
staurnum, er Friðrik
Friðriksson Hansen en
á þessum tíma vann
hann mikið fyrir hita
veituna á traktorsgröfu
sem Sigurður Hansen
bróðir hans átti.
Ljósm.: Stefán Pedersen.
8 Afl í MW = (mesta rennsli í l/s) x (vatnshiti frá jarðhitasvæði/dælustöð – 35°C) x 0,00407. Orka
í TJ = (vatnsmagn inn á dreifikerfi yfir árið í m3) x (vatnshiti inn á dreifikerfi – 35°C) / 245833.