Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 29
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Fjólmundur Karlsson, mikill þúsund-
þjalasmiður og síðar stofnandi og
eigandi Stuðlabergs á Hofsósi, Svavar
Helgason, sem fór til starfa hjá Litlu-
Trésmiðjunni eftir að vinnu við hita-
veituna var lokið, og Sveinn Skaftason,
sem var einn verkstjóranna. Hann
fluttist til Reykjavíkur, gerðist verk-
taki þar og tók að sér mörg verk fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur. Voru þeir fé-
lagar glaðværir piltar, og hafði Jón
gaman af glensi þeirra. Mikið var að
gera á verkstæði9 Jóns þann tíma, sem
lagning dreifikerfisins stóð yfir, enda
þurfti margt að smíða og lagfæra.
Viðbygging var brekkumegin við
verkstæðið, eilítið stærri að flatarmáli
en gamla verkstæðið. Kristján Hansen
var verkstjóri, m. a. við skurðgröftinn,
sem allur var unninn með höndum.
Fjöldi verkamanna vann við stofnæð-
ina og dreifikerfið á Sauðárkróki.
Upphaflega stofnæðin frá dælu-
stöðinni við Áshildarholtsvatn að
Báru stíg var 1,9 km löng, 20 cm víð
(átta tommur) asbestpípa sem fékkst á
góðu verði frá Tékkóslóvakíu. Undir
leiðsluna var hlaðinn torfgarður 1,4
km langur. Asbestpípan var einangr-
uð með 7 cm þykkum reiðingi. Þar
utan um kom tjörupappi. Síðast var
hulið með 25 cm þykku lagi af
jarðvegi og torfi (sniddum). Reiðings-
torfið var rist í mýrunum skammt frá
og þurrkað. Þessi torfgarður náði á
móts við suðurenda nýja samlagsins,
en þar fór stofnæðin í jörðu. Þaðan og
inn í bæinn (0,5 km) var stofnæðin
niðurgrafin og var 30 cm lag af vikri
eða hraungjalli til einangrunar. Hita-
tap var mun meira hér en í torfgarð-
Stokkur var steyptur fyrir hitaveitulögnina
sumarið 1966. Það var fyrsta verkefnið sem
boðið var út á vegum hitaveitunnar. Bygg
ingafyrirtækið Hlynur fékk verkið og
stjórn aði Friðrik Jónsson því. Hér er unnið
framan við kirkjuna og gæti verið Friðrik
sem stendur þar vinstra megin. Í baksýn er
gamli spítalinn. Eig.: Skagafjarðarveitur.
inum. Þar sem asbestpípan fór yfir
Sauðána þurfti að gera brú.
Á horni Bárustígs og Skagfirðinga-
brautar var fyrsti tengibrunnurinn, og
dreifikerfið tók þar við, annars vegar
út Skagfirðingabraut og hins vegar
eftir Bárustíg að Hólavegi. Dreifikerf-
ið var í fyrstu aðeins 3.100 m. Eftir
29
9 Verkstæðið var ekki stórt eins og sjá má í Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sem það er varðveitt.