Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
og Anna Pála Guðmundsdóttur
bjugg u þar. Yfirleitt kom vatnið 61–
63 °C heitt inn í húsin. Í húsi einu á
ysta enda var það ekki nema 57,6 °C
heitt.10
Áfram var haldið við lagningu
dreifi kerfisins. Þegar því lauk og flest
hús bæjarins höfðu verið tengd hita-
veitunni, komu barnasjúkdómarnir í
ljós, en svo eru byrjunarerfiðleikar oft
nefndir. Aðallega var það þrennt, sem
var til vandræða. Fyrst er að nefna
mælana, en vatnið átti að selja í tonn-
um eða rúmmetrum. Mælarnir reynd-
ust ekki vel, þoldu ekki heita vatnið,
festust eftir skamma notkun. Annað
olli erfiðleikum, en það voru venjur
Þorvaldur Erlendsson frá Tungunesi
við loftpressuna að vinna á steypu
hlunki framan við nýju kjörbúðina
á Skagfirðingabraut.
Ljósm.: Kristján C. Magnússon.
Framkvæmdirnar 1962. Lagt fyrir
niður föllunum sem voru með 10 metra
millibili. Næstir á mynd eru Gunnar
Helgason verkstjóri til vinstri í skurðinum
en til hægri beygir sig líklega Árni
Árnason frá SyðriHofdölum.
Ljósm.: Kristján C. Magnússon.
fyrsta brunn og á milli þeirra, sem á
eftir komu, var galvanhúðuð járnpípa
einangruð með gosull (hálfgerð stein-
ull), og asbestsrörum smokrað utan
um. Tilgangurinn með því var að nota
asbestsrörin eins og stokk fyrir járn-
rörin. Það setti skorður að grunnvatns-
staða á Sauðárkróki er há. Þenslustykk i
voru bylgjuhólkar. Heimtaugarnar
voru tengdar dreifikefinu í gegnum
„pott-té“, sem voru á asbestspípunni.
Ekki var nóg til af þessum téum, svo
þau þurfti að smíða ásamt mörgu
öðru. Þann 1. febrúar 1953 var merk-
um áfanga lokið, en þann dag var
tengt fyrsta húsið – Bárustígur 1 á
Sauðárkróki. Hjónin Ragnar Pálsson
30
10 Í dag er lengd stofn- og aðveituæða um 3 km. Stál er 2,5 km, en plast 0,5 km. Lengd dreifi-
kerfisins á Sauðárkróki er 31.250 m. Stál er 28.100 m, asbest 450 m og plast 2.700 m.