Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 31
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
fólksins. Allir höfðu hitað hús sín
ýmist með olíu eða kolum. Var þá
kveikt upp á morgnana, kynt fram
eftir degi og síðan slökkt. Sauðkrækl-
ingar héldu sínum siðum, opnuðu
fyrir heita vatnið á morgnana og skrúf-
uðu fyrir á kvöldin. Þetta orsakaði, að
dreifikerfið kólnaði upp á nóttunni,
og jafnframt hækkaði þrýstingurinn á
kerfinu, eftir því sem fleiri lokuðu
fyrir. Helst vildi enginn vera fyrstur
til að opna á morgnana og kaupa kalt
eða volgt vatn. Dreifikerfið bauð þó
upp á gegnumrennsli. Var þá hægt að
opna fyrir og láta renna út í sjó úr
enda brunninum í Aðalgötunni, mitt á
milli Hótel Villa Nova og Gránu. En
það hélt aðeins hita uppi í dreifikerf-
inu um Skagfirðingabraut og Aðal-
göt u.
Jón leysti þessi vandamál með því að
fjarlægja mælana og breyta tengi-
stykkj um þeirra í hemla eða „inn-
mælingar“ eins og Sauðkræklingar
nefndu þá. Jón smíðaði „innmæling-
ar“ á verkstæði sínu. Þær gerðu sama
gagn og aðkeyptir hemlar. Svo merki-
legar þykja innmælingarnar, að þeirra
er getið sérstaklega og lýst með
teikningu í hitaveitusögunni Auður úr
iðrum jarðar. Innmælingar gerðu kleift
að taka upp sölufyrirkomulag, sem
tryggði nokkuð jafna notkun. Vatnið
var selt í lítrum á mínútu og verð
ákveðið á hvern mínútulítra á mánaðar
grundvelli. Með tilkomu innmæling-
anna hætti fólk að loka fyrir á kvöldin,
en minnkaði þó rennslið. Minni vatns-
notkun yfir nóttina þýddi, að þrýsting-
ur dreifikerfisins hækkaði á kvöldin
og lækkaði á morgnana. Engin sjálf-
virkni jafnaði þrýstinginn, svo Jón
varð að lækka þrýstinginn á kvöldin
og auka við á morgnana. Innmælingar
viku svo með tímanum fyrir betri
hemlum. Heita vatnið á Sauðárkróki
er enn selt í lítrum á mínútu, gegnum
hemil.
Um þetta leyti var Jón ráðinn í
hluta starf hjá Hitaveitu Sauðárkróks,
tvær til fjórar klst. á dag við eftirlit.
Ekki hafa menn gert sér grein fyrir því
þá, að starfið yrði miklu tímafrekara,
og áður en langt um leið hófst sólar-
Sigurður Ragnars
son frá Bergsstöðum
stjórnar traktors
gröfunni sem
Búnaðarsambandið
átti en Maron
Sigurðsson er við
vörubílinn K20.
Ljósm.: Kristján C.
Magnússon.
31