Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 33
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
fyrir dæluna, jafnvel dveljast þar frá
nokkrum klukkustundum upp í
nokkr a sólarhringa, eftir því hve
ástandið var slæmt.
Tveir stórir gallar voru á því að vera
í viðskiptum við RARIK; endalausar
rafmagnstruflanir yfir veturinn og
hátt raforkuverð. Það síðarnefnda
tókst Jóni að laga talsvert, fljótlega
eftir gangsetningu hitaveitunnar.
Dælu stöðin var hönnuð með tveimur
dælum, því horft var til framtíðar og
stækkunar bæjarfélagsins. Í upphafi
dugði önnur dælan og miklu meira en
það, og fór talsverð orka í að byggja
upp innri þrýsting, sem engin þörf var
á. Datt þá Jóni í hug að fjarlægja tvö
hjól af fjórum úr annarri dælunni til
prufu og létta þannig á mótornum.
Þetta varð til þess, að rafmagnsreikn-
ing urinn lækkaði um 15–20%, góð
bú bót það.
Sími var ekki í dælustöðinni og því
sambandslaust með öllu við stöðina.
Það var í kringum 1960, að Þórður P.
Sighvats, einn af Stöðvarbræðrum og
æskuvinur Jóns, lét Jón fá rúllu af
„jöklavír“. Vírinn var svo lagður með-
fram garðinum, sem stofnæðin var í,
og tengdi Þórður svo við lausa línu í
nýja samlaginu til mikilla þæginda og
öryggis fyrir Jón, þegar hann þurfti
að dvelja í dælustöðinni við keyrslu
dísilrafstöðvarinnar. Viðgerðir á hita-
veitu og kaldavatnsveitum við erfiðar
aðstæður á veturna voru stundum
bráðabirgðaviðgerðir, sem voru full-
unnar á sumrin ásamt nýlögnum.
Malbikunarframkvæmdirnar 1962 draga að margmenni. Hér er unnið yst á Skagfirðinga
brautinni. Búið að leggja kantsteininn og undirbyggja fyrir malbikið. Höfðingjar stand a
við hlið trukksins, sem er Reo Studebaker. Ljósm.: Kristján C. Magnússon.
33