Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 36
SKAGFIRÐINGABÓK
topphjólið er hliðarhjólið fyrir vírinn í
ausuna og/eða sandpumpuna. Borvír
af réttri gerð er ofinn þannig, að hann
snýst alltaf til vinstri. Á þessum árum
létu Íslendingar duga að nota trollvír,
sem fluttur var inn fyrir togarana.
Efst í borstykkinu er toppstykkið.
Borvírinn er festur að ofan í toppstykk-
ið. Á neðri enda toppstykkisins eru
gengjur (box). Stamminn er sívalur
með gengjur á báðum endum, pinna
að ofan og boxi að neðan. Bestu
stamm arnir eru smíðaðir úr heilu
stykki (eintrjáningi). Stamminn gefur
þyngdina í höggið á meitilinn. Pinn-
inn á stammanum skrúfast í boxið á
toppstykkinu. Á efri enda meitilsins
eru gengjur (pinni) til þess að skrúfa í
boxið á stammanum. Stundum er not-
aður svokallaður hamar á milli meitils
og stamma. Hamarinn er líka með
pinna að ofan og boxi að neðan. Við
pinna og box er alltaf flatkantur fyrir
tangirnar, sem notaðar eru til þess að
skrúfa saman borstykkið.
Borvélin er í fyrsta lagi rammi (stál-
grind). Í rammanum er aflvélin með
lítilli reimskífu. Einnig eru tveir ásar
inni í rammanum, meginásinn og
milliásinn. Á meginásnum eru kúpl-
ingar (tengsli) og tannhjól og stór
reim skífa á endanum. Venjulega flyt-
ur flatreim orkuna frá aflvélinni yfir á
meginásinn. Á milliásnum eru líka
tannhjól. Merkilegustu tannhjólin,
sem vinna saman, eru litla tannhjólið
á meginásnum og það stóra á milliásn-
um, sem er hjámiðjuhjól. Í hjá-
miðjuhjólið kemur hlaupastelpan. Til
þess að koma hlaupastelpunni af stað
(bora), hífa borstykkið upp úr holunni
eða slaka því niður, reisa mastrið eða
fella, kúplar stjórnandi borsins saman
þeim tannhjólum, sem henta hverju
sinni á meginás og milliás. Síðast og
ekki síst eru spiltromlurnar merkileg-
ar. Þær eru drifnar með keðju utan um
tannhjól á spilöxli og milliás. Á ann-
arri spiltromlunni er borvírinn og á
hinni vírinn fyrir ausuna og sand-
36
Jón Nikódemusson
stendur við borinn
framan við verkstæði
sitt úti í Krók.
Ljósm.: Kristján C.
Magnússon.