Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 38
SKAGFIRÐINGABÓK
gerði sér strax grein fyrir að vírinn fór
í sundur slétt við stammann. Eftir tvo
daga hafði honum tekist að smíða
verkfæri, sem hann gerði tilraun með
að renna niður í holuna. Tókst það
farsællega, og náðist borinn upp í ann-
arri tilraun. Reynslan af vírslitinu varð
til þess að hnúturinn sem festi vírinn
við stammann var endurgerður með
vissu millibili, svo ekki færi eins aft-
ur. Ef vírinn hefði slitnað ofar hefði
verið mun erfiðara að ná stammanum
upp. Jón lauk við holuna í 125 m dýpi
28. febrúar 1958. Holan gaf 6
sekúndu lítra.
Sumarið og haustið 1960 þurfti Jón
að bora tvær holur til viðbótar til þess
að ná í meira vatn fyrir hitaveituna.
BM-05 var boruð niður á 157 m dýpi,
frá 28. maí til 22. júlí, og BM-06
niður á 154 m, frá 8. ágúst til 3. októ-
ber. Og sumarið 1961 boraði Jón BM-
07 niður í 146,5 m, frá 13. júlí til 8.
september. Síðast notaði Jón högg-
borinn í Borgarmýrum haustið 1964,
þegar hann boraði BM-08 niður í 158
m, frá 10. september til 29. nóvemb er.
Sumarið og haustið 1958 var högg-
borinn leigður Ólafsfirðingum til þess
að leita að heitu vatni. Boruðu þeir
tvær holur. Önnur holan, SK-11, er
15 m djúp hola í jarðhitasvæðinu á
38
Tengdafeðgarnir Jón Nikódemusson og
Gunnar Helgason við borinn veturinn
1958 og heita vatnið bunar úr holu 4.
Hann byrjaði að bora 5. desember 1957 og
lauk við holuna 28. febrúar 1958.
Ljósm. Kristján C. Magnússon.
Borinn á malartanganum úti í Áshildar
holtsvatni veturinn 1958. Skýli var reist
til skjóls fyrir bormennina gegn norðanátt
inni. Dæluhúsið lengra frá til hægri.
Ljósm. Kristján C. Magnússon.