Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
staðsetti einnig þessa árangursríku
holu, sem gefur 72 sekúndulítra.24
Eng in önnur hola í Borgarmýrum er
jafnvel frágengin, og ber að þakka það
Guðmundi Sigurðssyni.
Yfirverkstjóri Jarðborana ríkisins í
áratugi, Guðmundur Sigurðsson frá
Geirseyri í Patreksfirði, hafði síðasta
orðið um allan frágang á vinnsluholun-
um, sem voru boraðar með Mayhew,
Narfa og Glaumi. Guðmundur hafði
frumkvæði að því að vanda svo til
verk a, að holurnar BM-12 og BM-13
eru með svera yfirborðsfóðringu niður
í gegnum setlögin og vel niður í berg-
ið og síðan með vinnslufóðringu langt
niður fyrir 100 m dýpi. Vel steypt
vinnslufóðring, sem nær langt niður í
bergið, tryggir, að engin kæling verð-
ur frá kaldari vatnsæðum fyrir ofan
aðalheitavatnsæðina.
Vinnsluholurnar BM-10 til BM-13
gefa í sjálfrennsli um 140 lítra á
sekúndu af 70 °C heitu vatni. Þar af
gefur BM-13 ein og sér 72 lítra; 140
lítra bunan jafngildir 19,9 MW í afli
og 628,6 TJ í orku. Þrýstingur á
jarðhitasvæðinu er um tvö bör (tvær
loftþyngdir); það samsvarar vatnssúlu
sem stendur 20 m upp í loftið. Hola
BM-09 er notuð til þess að fylgjast
með þrýstingnum. Ný dælustöð var
reist á landi Sauðárkróks í Borgar-
mýrum á árunum 1978–1979. Haust-
42
Hitaveitustokkurinn við Skagfirðingabraut. Líklega er það Símon Jónsson frá Nýrækt í
Fljótum sem stendur fjær á myndinni en hann vann við uppslátt og smíði stokksins.
Ljósm.: Adolf Björnsson.
24 Vinnslufóðringin er 11¾" sver og nær frá yfirborði og niður á 222,6 m dýpi. Þvermál holunnar
fyrir neðan fóðringu er 9⅞" frá fóðurrörsenda og niður á 413,8 m dýpi, 9½" þaðan og í 635,6
m og síðan 7⅞" í botn.