Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 43
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
ið 1984 var steypt í allar gömlu bor-
holurnar frá árunum 1948 til 1964.
Það var gert með Mayhew-born um og
steypudælu hans. Árni Guðmundsson
borstjóri stjórnaði steypuvinnunni.
Yfirdrifið heitt vatn er í Borgar-
mýrum miðað við þörfina á Sauðár-
krók i. Hitaveita frá Borgarmýrum um
Borgarsveit í gamla Skarðshreppi, var
lögð eftir 1991. Þar er dreifikerfið alls
6.200 m; 4.700 m eru úr stáli, en
1.500 m úr plasti. Pex er það plast,
sem mikið er notað í hitaveitulagnir.
Reynsla er fyrir því, að pex þolir vel
70 °C heitt vatn.
Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðing-
ur, Ragna Karlsdóttir, verkfræðingur,
og áðurnefndur Þorsteinn Thorsteins-
son, verkfræðingur, allt sérfræðingar á
Jarðhitadeild Orkustofnunar, unnu á
árunum 1986 og 1987 að frekari rann-
sóknum og úrvinnslu á eldri gögn um
frá Borgarmýrum. Þau staðsettu tvær
vinnsluholur, BM-14 og BM-15, sem
ekki hefur enn þurft að bora. Staðsetn-
ing þeirra á að tryggja, að ætlað mis-
gengi, sem gefur vatnið, sé skorið
mun dýpra en áður hefur tekist.
Jarðhitasvæðið í Borgarmýrum er
ekki einsdæmi. Til samanburðar má
nefna nokkur önnur lághitasvæði, sem
gefa sjálfrennandi vatn:
Frá Deildartunguhver í Reykholts-
dal í Borgarfirði renna 180 lítrar á
sekúndu af 100 °C heitu vatni til hús-
hitunar á Akranesi, í Borgarnesi og á
43
Jón Nikódemusson við dælurnar. Eig. HSk.