Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABÓK
Hvanneyri auk margra húsa á leið inn i
til þessara staða. Stofnæðin frá Deild-
artungu er um 72 km löng og var lögð
sumarið 1980. Ódýr asbest rör frá
Spán i gerðu kleift á sínum tíma að
ráðast í veituna.
Hitaveita Flúða og nágrennis í
Hrunamannahreppi hefur til reiðu
100 lítra á sekúndu af 100 °C vatni úr
fjórum eða fimm borholum á Flúðum.
Orkuveita Húsavíkur, áður Hita-
veit a Húsavíkur, tók til starfa haustið
1970. Hún fær allt sitt vatn sjálfrenn-
andi frá Hveravöllum í Reykjahverfi.
Fram til 1974 kom vatnið eingöngu
úr Ystahver, Strútshver, Syðstahver og
Strokki, en síðan einnig úr borholum.
Ef þörf er á, eiga Húsvíkingar kost á
100 lítrum á sekúndu af 125 °C heitu
vatni.
Með bréfi dagsettu 30. september
1972 sagði Jón Nikódemusson upp
störfum hitaveitustjóra með þriggja
mánaða uppsagnarfresti. Jón ætlaði að
hætta um áramótin 1972–1973. Á
miðjum uppsagnartímanum fékk Jón
heilablóðfall á heimili sínu. Hann var
nokkrar vikur að jafna sig, en náði sér
þó ekki að fullu. Þá hafði Jón gegnt
hitaveitustjórastarfinu í 20 ár. Þetta
hafði verið mikið starf og farsællega
unnið að allra dómi. Vakinn og sofinn
hafði hann helgað sig verkefninu. Á
þessum árum var gatnakerfi bæjarins
ófullkomið, og yfir vetrartímann var
ekki óalgengt, að ófært væri á bílum
inn að Áshildarholtsvatni vegna snjóa.
Þá daga fór Jón fótgangandi. Vega-
lengdin frá heimili hans inn að gömlu
dælustöðinni er rúmir tveir kíló-
metrar. Ekki blandast mönnum hugur
um, að hitaveitan hefur skipt sköpum
í samfélagi Sauðárkróks, og að þar hafi
þáttur Jóns Nikódemussonar verið
ómetanlegur, enda hefur hann verið
nefndur faðir Hitaveitu Sauðárkróks.
Hjónin Jón Nikódemusson og Anna
Friðriksdóttir voru heiðursgestir á 25
ára afmæli Hitaveitu Sauðárkróks. Þar
voru Jóni fluttar þakkir frá stjórn
fyrirtækisins og þeim hjónum færðar
gjafir. Um leið lýsti hitaveitustjóri því
yfir, að gera ætti upp hitaveitubor
Jóns og koma honum fyrir á stalli við
44
Brjóstmynd af Jóni sem afhjúpuð var við
dælustöðina á 50 ára afmæli Hitaveitu
Sauðárkróks 8. nóvember 2003. Hún er
gerð af Ragnhildi Stefánsdóttur mynd
högg v ara. Á steininum stendur:
JÓN S. NIKÓ DEMUSSON 1905–1983
HITAVEITURSTJÓRI HITAVEITU
SAUÐÁRKRÓKS 1953–1973.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.