Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 47
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
áföll og þurfti oftar en einu sinni að
leggjast inn á sjúkrahús. Svo sem
þarna var komið heilsufari Jóns var
ekki um sjósókn að ræða, utan ein-
hverja afþreyingu með handfæri og
rauðmaganet með roskn um kunningja
á líkum aldri, enda mun hugur hans
tæpast hafa staðið til þess í upphafi.
En nú kom hinsvegar í ljós að Jón
hafði aðrar fyrirætlanir á prjónunum.
Varla hefur það vakið fjölskyldunni
óblandinn fögnuð þegar hann tók að
undirbúa það áform að sigl a Mjölni til
Akureyrar, einn síns liðs. Svo fór að
Jón féllst á að taka rúmlega tvítugan
dótturson sinn með í ferðina sem lauk
án tíðinda í Akur eyr arhöfn á þeim
tíma sem Jón hafði áætlað. Fór svo
pilt urinn heim til sín og talaðist þeim
svo til að hann yrði kominn til baka
tiltekinn dag, en þá hafði heimför
verið áætluð. Þá daga sem Jón dvaldist
á Akureyri var hann ýmist um borð í
bátnum eða hjá Stef áni hálfbróður sín-
um sem þá var fyrir nokkru fluttur til
Akureyrar. Ekki beið Jón fylgdar-
mannsins svo sem um hafði verð rætt,
því að morgni þess dags sem hann
hafði áætlað brottför, sigldi Jón að
bryggju á Sauðárkróki. Með þessari
ferð, ásamt því að fara hana einsamall
með loggið og kompásinn, þau leiðar-
tæki sem frumstæðust voru, hafði Jón
að líkindum látið gamlan draum
rætast. Allur farkosturinn var hans
eigið handverk og unninn af þeirri
natni sem honum var eiginleg við öll
verk, og stuðst við þá reynslu sem
hann hafði öðlast á þeim dögum þegar
hann flutti Sigurð dýralækni frá
Akureyri til Svalbarðseyrar á Díönu,
litla trillubátnum sem hann hafði þar
umsjón með. Í svipulum haustveðrum
lærði hann þar að bregðast við
aðstæðum líkum þeim sem íslenskir
sjómenn upplifðu kynslóð fram af
47
Gamli maðurinn sæll á svip á siglingu á Mjölni. Koparinn er gljáfægður og hvergi blettur
né skráma. Eig.: Anna María Gunnarsdóttir.