Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
þessu má það ljóst vera að Jón hef ur
verið góðum skipulagshæfileik um bú-
inn, samfara skapstillingu og hæfi-
leika til að einbeita sér ótruflaður af
áreiti álags og ytri aðstæðna.
Snyrtimennska og reglusemi voru
sterkir eðlisþættir í fari Jóns og mót-
uðu öll hans störf. Í smiðjunni var
hver hlutur á sínum stað og utan
henn ar var ónýtu rusli ekki safnað í
hauga. Og bílarnir hans nutu sömu
meðhöndlunar. Um 1954 keypti hann
Austin 16, árgerð 1947, og gerði hann
upp svo að hann varð sem nýr, og
smíðaði þá varahluti sem hann gat
ekki keypt í umboðinu. Um 1970
keypti hann nýjan fólksbíl sem hann
ryðvarði sjálfur eftir eigin höfði og
klæddi allan að neðan. Þessi bíll er nú
á samgönguminjasafninu í Stóragerði
í Óslandshlíð.
Árið 1937 kom iðnlöggjöfin svo-
nefnd a til framkvæmda. Þá gafst þeim
sem starfað höfðu í hinum ýmsu iðn-
greinum kostur á að taka sveinspróf.
Jón gekk til þessa prófs það ár og
þreytti það á Akureyri. Prófverkefnið
sem hann valdi sér var 12 tommu
rörtöng út stáli og þannig frágengin
að einstakir hlutir hennar pössuðu í
sænska rörtöng og öfugt. Prófdómar-
arnir gáfu Jóni leyfi til að snitta skrúf-
ganginn í stað þess að renna hann, sem
að sjálfsögðu var vandasamara. Jón
valdi erfiðari leiðina og renndi skrúf-
ganginn. Efnið í þessa töng var bíl-
öxull sem hann sló til í eldsmiðju. Há-
markstími til þessa verks var ætlaður
30 klukkustundir en Jón lauk verkinu
á mun skemmri tíma. Töng þessi er
nú í smiðju Jóns á Minjasafn i Skaga-
fjarðar, ásamt ýmsu því öðru sem
teng ist starfssögu þessa eftirtekt ar-
verða hagleiks- og hugvitsmanns.
Meistararéttindi í vélvirkjun fékk
hann 1946, og í pípulögnum 1956.
Í félagsmálum var Jón ekki fyrirferð-
armikill og hélt sig fremur til hlés. Þó
var hann í Rótarýklúbbnum á Sauð-
árkróki um árabil. Hann var einn af
stofnendum Iðnaðarmannafélags Sauð-
árkróks árið 1942, kosinn í stjórn þess
árið 1946 og formaður frá 1947–1952.
Á 75 ára afmæli Jóns var hann kosinn
heiðursfélagi Iðnaðarmannafélagsins.
Hann var skipaður prófdóm ari í vél-
virkjun við Iðnskólann á Sauðárkróki
árið 1949 og í rennismíði árið 1958.
50
Rörtöngin, sveinsstykki Jóns Nikódemussonar. Ljósm.: Hjalti Pálsson.