Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 52
SKAGFIRÐINGABÓK
mennsku. Þar ríkti notaleg glaðværð
og jafnt börn þeirra sem barnabörn
héldu við þau nánum tengslum allt til
þess síðasta. Þau hjónin voru samhent
og fylgdu börn um sínum eftir af
metn aði til aukins þroska og mennt-
unar. Mikill gestagangur var á heimili
þeirr a. Anna lést 2. janúar 1993 á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Börn þeirra voru:
1. Sigurlaug, f. 10. janúar 1929 á
Sauð árkróki, d. 1. september 2008,
skrifstofumaður og húsmóðir á Sauð-
árkróki. M. Gunnar (Guðjón) Helga-
son, f. 21. september 1929, d. 7. jan-
úar 2007, bakarameistari, bifvéla virki
á bifreiða- og vélaverkstæðinu ÁKA,
starfsmaður Sauðárkróksbæjar, þar af
mest Hitaveit unnar, og starfsmaður
sláturhúss Kaupfélags Skagfirðinga.
2. Friðrik A., f. 11. september 1930
á Sauðárkróki, d. 5. júlí 2001, vél-
stjóri og verslunarmaður og umboðs-
maður Happdrættis Háskóla Íslands
og SÍBS á Sauðárkróki.25 Eftir að upp-
byggingu hitaveitunnar lauk fór
Friðrik að vinna hjá Sigurði Sigfússyni
sem vélstjóri, og vann við byggingu
sláturhúss og frystihúss hans. Hann
var oftast með í viðgerðum þegar
Fjölskyldumynd af Jóni og Önnu með börnum sínum. Frá vinstri talið: Bjarni, Jón,
Sigur laug, Anna, Valgarð, en framan við krjúpa Friðrik og Kjartan.
Eig.: Anna María Gunnarsdóttir.
25 Friðrik Jónsson átti alnafna á Króknum, og til þess að greina á milli bætti hann A. við nafn sitt.
Það gerðu einnig bræður hans Kjartan og Bjarni. Bjarni lét um 1995 skrá millinafnið Aron.
52