Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 53
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
stofn æð hitaveitunnar bilaði, og að-
stoð aði iðulega á veturna við vatns-
veiturnar. Ef Jón þurfti að bregða sér
frá, t.d. til Reykjavíkur að erinda fyrir
hitaveituna, þá hljóp Friðrik í skarðið.
Friðrik rak útgerð með tveimur fé-
lögum sínum í um tuttugu ár, fyrst
Jökul, 9–10 tonna bát, og síðar Tý,
30–35 tonna bát. K. Elínborg Dröfn
Garðarsdóttir, f. 31. maí 1933, d. 20.
júlí 1996. Lengi kaupmaður á Sauð-
árkróki. Hún hóf verslunarrekst ur um
1964, þá umboðsmaður fyrir Pfaff,
seldi saumavélar og síðar þvotta vélar.
Seinna keyptu þau verslun af Haraldi
Árnasyni, Sjávarborg, syni Árna
Daníelssonar. Verslunina fluttu þau
svo í Garðarshólma, þar sem hún var
lengst. Happdrættisumboðin munu
hafa fylg t með þegar þau keypt u af
Haraldi.
3. Valgarð, f. 14. júlí 1932 á
Sauðárkróki, sýklafræðingur búsettur
í Bandaríkjunum. Veitti forstöðu
heil brigðis- og rannsóknarstofu St.
Louis borgar. K. Kay Jonsson, f. 4.
september 1936.
4. Kjartan f. 19. október 1940 á
Sauðárkróki, d. 5. febrúar 2003, bú-
settur í Bandaríkjunum. MS próf í
véla verkfræði frá Washington Uni-
vers ity, St. Louis 1972. Löggiltur
verkfræðingur (Professional Engineer
Exam.) í Bandaríkjunum 1972. Stofn-
aði eigin fyrirtæki K. A. Jonsson Eng-
ineering P.C. 1975, og starfaði við
það. Stofnaði fyrirtækið Air Purificat-
ion og rak það til dauðadags. Sinnti
mikið félagsmálum og formennsku í
félögum verkfræðinga og hlaut opin-
berar viðurkenningar. Kona 1, Guð-
laug Stefánsdóttir frá Akureyri, f. 13.
október 1947, húsmóðir í Banda-
ríkjunum. Skildu. Kona 2, Beverly
Rose Jonsson, listakona, f. 3. ágúst
1940 í St. James, Mo. í Bandaríkjun-
um, d. 11. ágúst 1996.
5. Bjarni, f. 29. september 1945 á
Sauðárkróki, búsettur í Reykjavík.
Lærði rafvirkjun í Iðnskóla Sauðár-
króks og síðan í Reykjavík. Sveinspróf
í rafvirkjun 1967 og í rafvélavirkjun
1982. Rafmagnsiðnfræðingur frá
Tækni skóla Íslands 1979. BS í tölvu-
verkfræði frá B.I.T. Technical College
og Washington University, St. Louis,
Bandaríkjunum. Starfaði við ráðgjöf
og hönnun hjá ýmsum verkfræði-
stofum. Kona: Gyða Blöndal Flóvents-
dóttir húsmóðir, f. 18. október 1946 á
Sauðárkróki.
Þá ólst upp hjá þeim hjónum frá
unga aldri dóttursonur þeirra, Jón
Júlíusson, f. 30. maí 1950 á Sauðár-
krók i, sagnfræðimenntaður og starfar
nú hjá skattayfirvöldum í Stokkhólmi.
K. Anne-Britt Viktoria Stigsdotter.
Þau skildu.
Heimildir:
Gísli Sigurðsson: Smíðaði sjálfur höggbor
til að bora eftir heitu vatni. Sagt frá
völundinum Jóni S. Nikódemussyni á
Sauðárkróki. Lesbók Morgunblaðsins 44.
tbl., 14. nóvember 1976.
Guðbrandur Magnússon: Þúsundþjala-
smiður á Króknum. Jón Nikódemus-
son, Sauðárkróki. Heima er best 30. árg.,
Akureyri 1980, 212.
Gunnar Böðvarsson: Skýrsla um borunar
framkvæmdir við Áshildarholtsvatn í
Skaga firði. Raforkumálaskrifstofan, Jarð-
hitadeild. Reykjavík 1953.
Hjalti Pálsson: Byggðasaga Skagafjarðar, I.
bindi. Skefilsstaðahreppur – Skarðs-
hrepp ur. Sauðárkróki 1999.
53