Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
Lýsingin í Byggðasögunni á Klaustur
hólnum, vestan við kirkjuna, kemur
heim og saman við minningu mína að
öðru leyti en því, að þá lá heimreiðin
ekki á þeim stað sem nú er og hóllinn
naut sín vel og greinilega í túninu.
Vonandi verður ráðist í að rannsaka
rústirnar á þessum stað til að fá úr því
skorið hvað þar hafi staðið. Í Byggða
sögunni geta menn sér þess til að minj
arnar og grjóthleðsla þarna kunni að
vera leifar af virki sem Gissur jarl hafi
látið gera um 1260, minnugur reynslu
sinnar á Flugumýri.
Höfðingjar í Skagafirði urðu varir
um sig á tíma Gissurar eftir blóðbaðið
sem á undan var gengið. Er ekki nokk
ur vafi á því að þeim hefur verið ofar
lega í huga að reisa hús sín á stöðum
þar sem auðvelt væri að fylgjast með
mannaferðum eða búast til varna ef til
árásar kæmi. Þegar hugað er að staðar
vali fyrir stórbýli og klaustur á Reyni
stað er auðvelt að komast að þeirri
niðurstöðu að ákvörðun um að reisa
húsin á háum bakka við Staðará (Sæ
mundará) hafi ráðist af þörf fyrir
örygg i og góðar aðflutningsleiðir.
Hér hefur verið minnst á Bjarnhött
rétt við bæinn en af honum má sjá vítt
til allra átta nema í vestur þar sem við
taka melarnir, en ofan af þeim má
62
Sumarstrákar og ein stúlka á Reynistað um 1959. Í aftari röð frá vinstri standa: Björn
Bjarnason, Grettir Gunnlaugsson, Gunnar Bent Schewing Thorsteinsson, Kristinn Aad
negaard, Hildur Gísladóttir. Framan við eru: Jón Sigurðsson, Sigurður Samúel Sigurðs
son, Steinn Sigurðsson, Hallur Sigurðsson. Eig.: Reynistaður.