Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 65
Í SVEIT Á REYNISTAÐ
Fljótshlíð þar sem ég á jörð með
öðrum. Reyndist mér kunnáttan vel
til að verjast ágangi sauðfjár. Jafn
framt rifjaðist fljótt upp hvaða aðferð
um er best að beita í baráttu við
sauðþráar ær sem sækja í tún. Eftir að
hafa smalað þeim nokkrum sinnum
hlupu þær skynsömustu að hliðinu út
í hagann þegar þær sáu mig og biðu
þar eftir að ég opnaði fyrir þeim.
Raun ar kynntist ég sauðfé lítið sem
ekkert á Reynistað enda var það jafnan
á fjöllum á meðan ég dvaldist fyrir
norðan, að vísu hafði ekki alltaf verið
rúið og rekið á fjall þegar ég kom á
vorin, og á haustin fór ég í göngur og
stundaði smalamennsku. Ég kynntist
sauðkindinni betur í Fljótshlíðinni og
keypti þá tvö lömb af Runólfi
Runólfssyni, bónda í Fljótsdal, innsta
bænum í Hlíðinni. Reyndist þetta for
ystufé. Önnur ærin komst í fréttir
þegar hún hafði verið veturlangt á
húsi í Vorsabæ í Land eyjum án þess að
bændur áttuðu sig á eigandanum, fyrr
en hún bar þremur lömbum.
Hin ærin mín, Fjalladrottningin,
varð fréttaefni þegar leitarmenn skutu
hana á fæti í lok október 2011 í landi
Barkarstaða í Fljótshlíð. Hafði hún
legið úti tvo vetur þegar tók að gjósa í
Eyjafjallajökli vorið 2010. Eftir ösku
fallið sneri hún til byggða og gekk
langa leið fram Fljótshlíðina undan
öskunni. Var hún í túninu hjá Viðari
Pálssyni, bónda á Hlíðarbóli, fram á
sumar 2010, en hélt sjálfviljug til
fjall a þegar hún taldi gosinu lokið.
Sneri hún ekki aftur til byggða fyrr en
í lok janúar 2011, þegar hún stóð við
hlið fjárhússins í Fljótsdal og fékk þar
húsaskjól þegar opnað var fyrir henni.
Haustið 2011 hljóp hún gangnamenn
af sér í seinni göngum, en lenti í sjálf
heldu í gljúfri og var skotin.
Rekaviðurinn á Reynistað kom utan
65
Jón Norðmann á Selnesi við vænt rekatré árið 1966. Eig.: HSk.