Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 74
SKAGFIRÐINGABÓK
Staðarsveit, en þar bjó Steindór Bene
diktsson, fjallkóngurinn, og síðan
hald ið sem leið lá í gegnum Krókinn
og upp í Gönguskörð þar sem snúið
var til suðurs að nýju. Smalasvæðum
var skipt milli gangnamanna og síðar
rekið síðdegis niður Staðaröxlina í
land i Reynistaðar. Réttin stendur
handan þjóðvegarins þegar komið er
af fjalli og var féð geymt í réttarhólfi
um nóttina fyrir þriðjudaginn, réttar
daginn.
Mér þótti þetta mest spennandi tími
sveitardvalarinnar og vildi ekki fara til
Reykjavíkur fyrr en eftir seinni réttir,
stóðréttir, sem voru jafnan á föstu
degi, 10 dögum eftir fjárréttirnar.
Réttar daginn dreif múg og margmenn i
að til að draga fé eða fylgjast með og
skemmta sér. Kvenfélagið seldi kaffi í
skúr sunnan við réttina og þar stóðu
menn gjarnan og tóku lagið, sumir
góðglaðir. Minnist ég ekki að hafa
heyrt Kvöldið er fagurt betur sungið en
þar.
Um kvöldið var síðan réttarball í
Melsgili, skólanum og félagsheimil
inu sem reist hafði verið á grundunum
fyrir sunnan túnið á Reynistað á árun
um 1942 til 1944. Húnaver naut vax
andi vinsælda á þessum árum sem
skemmtistaður og átti Melsgil í harðri
74
Gamla brúin yfir Staðará og félagsheimilið Melsgil lengst til vinstri, byggt á árunum
1942–1944. Reynistaður fjær til hægri. Vestan og norðan við staðinn er hóllinn Bjarn
höttur en síðan Klausturbrekkan og uppi á henni hús refabúsins. Hér sést hvar gamli
heimvegurinn lá uppi í miðri brekku. Loft er þungbúið og má ætla að gengið hafi óþurrkar
því að túnið er alþakið drílum, þ.e. litlum heyhrúgum sem hrófað var upp til að hálfþurrt
hey verði sig betur í úrfelli. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson.