Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann var söngmaður með sterka og
fallega tenórrödd, og hestamaður. Lét
ég þess getið í bréfi 25. ágúst 1957 að
Örn Johnson [forstjóri Flugfélags Ís
lands] hefði keypt rauðblesóttan hest
frá Hafsteinsstöðum og hefði ég séð
hann notaðan til að slá botninn úr
tunnunn i. Sú íþrótt var ásamt öðrum
háð í Melsgilinu sem gaf samkomuhús
inu nafn. Sátum við í hlíðum gilsins
og fylgd umst með því sem gerðist á
botni þess.
Á bænum Mel, sunnan við Mels gil
ið, bjuggu Ingibjörg Magnúsdóttir og
Jón Eyþór Jónasson, foreldrar Magn
úsar, síðar ráðherra, Halldórs sýslu
manns og Baldurs rektors Kenn ar a
skólans. Þau voru mér alltaf góð, átti
ég stundum leið hjá þegar ég rak
kýrn ar suður fyrir túnið á grundirnar
við ána. Melshjónin heyjuðu á engjum
austan við Staðar ána, norðaustan við
Reynistað, og síðsumars kom Magnús
oft með fjöl skyld u sinni og aðstoðaði
foreldra sína.
Séra Helgi Konráðsson frá Sauðár
króki var prestur á Reynistað þar til
kirkjan var færð undir Glaumbæjar
prest. Þótti mér nokkuð til þess koma
fengi ég að fara með frú Sigrúnu til
Sauðárkróks þegar hún heimsótti séra
Helga. Fyrir messu kom það stundum
í minn hlut að hreinsa flugur úr
kirkjugluggunum eða af gólfi kirkj
unn ar. Skildi ég aldrei hvernig svona
margar flugur gætu þrifist í kirkjunn i.
Stefán, vélsláttumaður á Reynistað,
var meðhjálpari. Að lokinni messu var
jafnan glæsilegt kirkjukaffi heima í
bænum, allir voru prúðbúnir og boðn
ar hinar mestu kræsingar, gott ef ekki
var opnað úr baðstofunni inni í stáss
stofuna, tvö höfðinglega búin herberg i
í austurendanum á neðri hæð hússins.
Þau voru aldrei opnuð eða not uð nema
góða gesti bæri að garði.
Sauðburði var yfirleitt lokið eða um
það bil að ljúka þegar ég kom norður.
Hinn 16. júní 1959 skrifaði ég hins
vegar:
Fyrir viku snjóaði. – Fór ég með Sig
urði niður í mýrar að gá að fé, þurft
um við að hjálpa ám að bera og fara
með lömb heim í hús vegna kuldans.
76
Reynistaðarkirkja 26. júlí 2001.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.