Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 87
Í SVEIT Á REYNISTAÐ
Síðast þegar ég fór að Reynistað var
það sem menntamálaráðherra, 23. júlí
árið 2000, þegar gamla bæjardyra
húsið hafði verið endurreist aust an við
kirkjuna. Kom það í minn hlut að
flytj a ræðu af því tilefni:
Af mörgum embættisverkum, sem ég
hef unnið sem menntamálaráðherra,
er mér þetta einna kærast, að fá
tækifæri til að taka þátt í því, þegar
gamla bæjardyrahúsið á Reynistað er
formlega opnað eftir tilfærslu og
viðgerð. Ástæðan fyrir ánægju minni
tengist ekki aðeins þessum merka at
burði heldur ekki síður hinu, að hér
var ég hvert sumar í sveit svo að segja
allan sjötta áratuginn og aðeins fram
á þann sjöunda. Héðan á ég því marg
ar góðar minningar.
Aðrir eru mér færari að lýsa því,
hvaða gildi það hefur fyrir íslenskan
menningararf og byggingarsögu, að
tekist hefur að varðveita stafverks
gerðina úr bæjardyraportinu, sem
kennt er við Þóru Björnsdóttur
biskups ekkju [d. 1767]. Ég kynntist
því hins vegar á sínum tíma, hvernig
var að vinna innan þiljanna og man
eftir, þegar bæjardyrnar voru fluttar
um set árið 1960 og steypt og hlaðið
um þær húsi. Raunar var svo vel að
dyrunum búið á sínum tíma, að gest
ir héldu, að bæjardyrnar hefðu staðið
þar um langan aldur og þeir væru að
skoða fornminjar að utan og innan.
Nú hefur hins vegar verið enn fag
mannlegar að verki staðið og dyrnar
standa þar að auki núna nær sínum
upprunalega stað.
Bæjardyrnar á Reynistað hinn 26. júlí 2000, þremur dögum eftir vígsludaginn.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
87