Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Halldóra Guðbrandsdóttir (~1573–
1658), hún giftist ekki, en ól að hluta
upp tvö systurbörn sín, Halldóru
Aradóttur og Þorlák Skúlason. Leg
steinn hennar er í kór Hóladómkirkju.
Páll Guðbrandsson11 (~1575–1621),
sýslumaður á Þingeyrum, giftist Sig
ríði Björnsdóttur frá Munkaþverá, og
eignuðust þau sex börn.12
Kristín Guðbrandsdóttir (~1576–
1652), giftist Ara Magnússyni sýslu
manni í Ögri við Ísafjarðardjúp og
áttu þau fimm börn.
Auk þess eignuðust þau Halldóra og
Guðbrandur nokkur börn sem dóu í
frumbernsku, m.a. Björgu, sem var á
lífi 1588, þá líklega 8–9 ára gömul.13
Af heimildum má ráða að þær
Steinunn dóttir Guðbrands og Helga
Jónsdóttir systurdóttir Halldóru, hafi
verið hjá þeim Guðbrandi á Hólum
þegar Halldóra dó, 1585.14 Helga
gift ist síðar Oddi Einarssyni Skál
holtsbiskupi, en hann var skólameist
ari á Hólum 1586–1588. Meðal barna
þeirra voru Árni Oddsson lögmaður
og Gísli Oddsson biskup.
Af merkisatburðum frá tíð Halldóru
á Hólum, má nefna útgáfu Biblí unnar,
sem kom út 1584, ári fyrr en hún dó.
Ævilok
Haustið 1585 dró ský fyrir sólu í lífi
fjölskyldunnar á Hólum er Halldóra
andaðist eftir barnsburð. Hún veiktist
þrem dögum áður en hún ól barnið,
fékk þrengsl í kverkarnar og hafði
ekki mál, en skrifaði „með krít, það
sem hún vildi vera láta, bæði hvað
stúlkurnar skyldu láta til borðs Mik
aelismessu [29. september], sem þá
var á fimmtudegi, og svo um hvað
ann að.“ Halldóra andaðist eftir barns
fæðinguna 30. september 1585, 38
ára að aldri. Barnið var stúlka og var
skírt Sigríður.15 Hún lifði þrjár nætur,
og voru móðir og barn lögð í sömu
gröf. Tók Guðbrandur dauða konu
sinnar afar nærri sér, og var sem gleðin
hyrfi honum. Var hann aldrei orðað ur
við konu eftir það, þó að hann væri þá
aðeins 43 ára. Harm biskups má
greina í legsteinsáletruninni: Hér ligg
ur Halldóra Árnadóttir, hvörrar sál Guð
eilífur gleðji.
Látum Jón Espólín hafa síðasta orðið
um Halldóru: Hún var „merkileg að
öllu, fríð sýnum og því að kostum.“ 16
96
11 Páll Eggert Ólason segir: „Hann bar nafn Páls lögmanns Vigfússonar á Hlíðarenda, … ; hefir
henni verið kær minning lögmanns, enda hafði hún með honum verið á Hlíðarenda.“ Menn og
menntir III, 498. Ég hef ekki fundið heimildir fyrir því að Halldóra hafi verið á Hlíðarenda fyrir
1570, nema þá að fjölskyldan hafi flutt suður 1569.
12 Heimildum ber ekki saman um fæðingarár barnanna, og er Páll ýmist talinn fæddur 1573,
1575 eða yngstur.
13 Hún bar nafn Bjargar Kráksdóttur, hálfsystur Guðbrands, sem dó 1578.
14 Í Biskupa sögum II, Kmh. 1878, 691, segir við andlát Halldóru: „Helga Jónsdóttir á Holta
stöðum var þá 18 vetra, Steinunn Guðbrandsdóttir 13, … ; Halldóra Guðbrandsdóttir 11 vetra,
eður þar um; Kristín 9 vetra; Páll …“
15 Barnið bar nafn Sigríðar Einarsdóttur á Munkaþverá, sbr. Biskupasögur II, Kmh. 1878, 691.
Hún og Árni faðir Halldóru voru systrabörn.
16 Jón Espólín: Íslands árbækur í söguformi V, Kmh. 1826, 48.