Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 97
Á tröllaskaga skerast tveir Skíðadalir
inn í hálendið. Sá stærri liggur 18–20
km í suður frá Svarfaðardal í Eyjafirði
og hefur verið í byggð frá landnáms
öld. Annar og mun minni Skíðadalur,
4–5 km að lengd, er Skagafjarðarmegin
og gengur upp af Kolbeinsdal. Hann
hefur aldrei verið byggður, enda snjó
þungur afdalur í 300–400 m hæð.
Í Svarfdæla sögu segir frá því, að
Skíðadalur upp af Svarfaðardal heitir
eftir Skíða, einni aðalpersónunni í sög
unni. Skíði var valdur að vígi Karls
rauða, sonar Þorsteins svarfaðar og
föð ur Karls ómála, sem þá var ófæddur
í móðurkviði. Skíði var liðsmaður
Ljót ólfs goða á Hofi, andstæðings Þor
steins svarfaðar á Grund og ættar hans.
Ljótólfur gaf Skíða Yngvildi fögurkinn
fyrir orðheldni og góða liðveislu og
honum frelsi og fé að kröfu hennar,
því að Skíði var talinn þræll. Þá „gaf
Ljótólfr Skíða dal þann til forræðis, er
síðan er kallaðr Skíðadalr. Mörk var
svá þykk upp frá Tungunni, at aldri
var rjóður í. Skíði hefir reistan bæ
sinn, þar sem síðan heitir á Möðruvöll
um.“1
Í ritgerð sem birtist í Árbók hins
íslenzka fornleifafélags 1975: „Skýring
ar yfir örnefni sem tilheyra helst Svarf
aðardal“, segir Þorsteinn Þorsteinsson
frá Upsum að Möðruvellir hafi verið í
miðjum Skíðadal: „Þar [þ.e. á Möðru
völlum] bjó Skíði. Sá bær er nú ekki
til, en nafnið þekkja menn enn, og
vita menn hvar hann hefur staðið, og
er það í Hnjúkshlíð austanverðu í
miðjum Skíðadal, og hefur í fyrri tíð
fallið jarðfall á bæinn og túnið og
lagst svo í eyði, en bærinn byggður
aft ur nokkuð framar undir hlíðinni og
heitir nú á Hnjúki.“2 Það er á móts við
mynni Þverárdals. Kristján Eldjárn,
sem bjó ritgerðina til prentunar og
samdi formála og skýringar, bætir við
neðanmáls: „Ekki verður annað séð en
að Þ. Þ. reki svarfdælsk munnmæli
þeg ar hann segir að Möðruvellir séu
sama jörð og Hnjúkur, þótt þar sé
97
GYLFI ÍSAKSSON
SKÍÐADALUR Í KOLBEINSDAL
Vangaveltur um örnefni
____________
1 Eyfirðinga sögur. Íslenzk fornrit IX, Rvík 1956, 186–187. Jónas Kristjánsson gaf út.
2 Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsum: Skýr ingar yfir örnefni sem tilheyra helst Svarfaðar
dal. Árbók hins íslenzka forn leifafélags 1975, 124–125. Greinargerð og athugasemdir
eftir Kristján Eldjárn.