Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
sér búsetu í eða við dalinn, en hinn er
að örnefnið tengist ferð Skíða um dal
inn eða atburðum sem komu fyrir
hann þar.
Sé dalur nefndur eftir manni kemur
fyrst upp í hugann að hann hafi búið
þar, eins og nokkur dæmi eru um í
austanverðum Skagafirði. Hjaltadalur,
Kolbeinsdalur, Unadalur og Hrolleifs
dalur heita allir eftir landnámsmönn
um sem bjuggu þar. En ef við höldum
okkur við söguþráð Svarfdælu er
fremur ólíklegt að Skíðadalur (í Kol
beinsdal) hafi verið nefndur svo vegna
búsetu Skíða í eða öllu heldur við dal
inn, t.d. í Nautaseli, Nauthólum eða í
Bygghólsreit við mynni Skíðadals.
Karl ómáli sagði við Skíða: „Þú skalt
fara útan á einhverju skipi,“ – og: „Far
sem ek kenni þér, ella mun ek gera til
þín ok drepa þik.“ Á frambæ í Kol
beinsdal hefði Skíði ekki verið örugg
ur. Hann var flóttamaður.
Ef við skoðum samt þennan búsetu
möguleika aðeins nánar, þá kom oft
fyr ir eftir mannvíg að menn voru
dæmdir til að flytjast úr héraði eða
gerð var sátt um það. Hrolleifur í
Hroll eifsdal var eftir víg Odds Una
sonar gerður héraðssekur svo víða sem
vötn féllu til Skagafjarðar, og fór hann
til Ingimundar í Vatnsdal. (Vatnsdæla
saga).5 Þangað er nokkuð langur vegur
úr Hrolleifsdal, tvær til þrjár dagleið
100
Þverárdalur, leið Skíða á flóttanum? Neðst til vinstri er Jökulhnjúkur og hægra megin við
hann er skarðið milli Skíðadals og Þverárdals. Skarðið er fært hestum „án teljandi
stórvand ræða“.4 Í fjarska sést niður í Skíðadal (upp af Svarfaðardal).
Ljósm.: Oddur Sigurðsson.
5 Vatnsdæla saga. Íslenzk fornrit VIII, Rvík 1939, 55–56. Einar Ól. Sveinsson gaf út.