Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 101
ir. Skíði hefði að vísu verið kominn í
annað hérað með búsetu við mynni
Skíðadals í Kolbeinsdal, en aðeins
hálf a dagleið frá Svarfaðardal og það
rímar illa við söguþráð Svarfdælu eins
og að framan segir. En þá má kannski
velta fyrir sér sanngildi Svarfdælu.
Jón as Kristjánsson skrifar formála að
Svarfdælu í Íslenzkum fornritum (IX.
bindi). Í umfjöllun um miðhluta sög
unnar, eftir að hann hefur lýst vinnu
brögðum höfundar yngri gerðar Svarf
dælu (eldri gerðin er glötuð), skrifar
hann: „Segja má, að það sé tómt mál
að reyna að þekkja sannleika og skáld
skap í sögu, sem þannig er til orðin og
varðveitt. Þó sýnir samanburður við
önnur fornrit, að í sögunni er einhver
sannleikskjarni.“ Um seinni hluta sög
unnar segir hann: „Þegar kemur aft ur
Horft í aðdráttarlinsu fram Kolbeinsdal. Heljarfjall er vinstra megin, svo Skíðadalur
snævi þakinn fyrir botni og Jökulhnjúkur fyrir dalnum miðjum (leiðin liggur um skarðið
hægra megin við Jökulhnjúk), síðan Hrútaskálarhnjúkur og Elliðinn lengst til hægri í
skugga. Tveir hvítir deplar í forgrunni vinstra megin eru gangnamannaskálinn og hest
húsið á Fjalli. Við mynni Skíðadals beygir Kolbeinsdalur til suðurs og hverfur á bak við
Elliðann, og því er rétt sem segir í Byggðasögu Skagafjarðar: „Skíðadalur horfir við neðan
úr sveitinni sem áframhald Kolbeinsdalsins…“ 6
Ljósm.: G.Í. 2010.
6 Hjalti Pálsson: Byggðasaga Skagafjarðar VI, Sauðárkróki 2011, 14. Þar er bent á þann
möguleika að nafn Skíðadals sé dregið af því að „í end ann beygir hann til suðurs og er
því svolítið eins og skíði í laginu.“ – Ég tel þá skýringu sem hér er sett fram mun
líklegri. Sé dalnum líkt við skíði (á rönd) ætti hann frekar að heita Skíðis dal ur og þá
væri líka hætt við að Skíða dalirnir hér á landi væru fleiri en þeir tveir, sem bera frá
fornu fari nafnið Skíðadalur, þ.e.a.s. þeir dalir sem hér eru til umfjöllunar.
101
SKÍÐADALUR Í KOLBEINSDAL