Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 103
103
ÚR MINNINGABÓK
ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
HjALTI PÁLSSON FRÁ HOFI SKRÁÐI
____________
Á uppvaxtarárum mínum í Hjaltadal
milli 1950 og 1960 bjuggu á Kálfs
stöðum roskin hjón með börnum sínum
þremur sem öll voru þá uppkomin, en
ógift. Kálfsstaðir voru menningar heim
ili, þar voru bækur lestrarfélagsins
geymdar og lánaðar út, heimilisfólkið
víðsýnt, gestrisið og viðræðugott og þar
léku menningarlegir straumar, sumir
komnir utan úr stóra heiminum eða
a.m.k. að sunnan. Bræðurnir Árni og
Friðrik unnu á búi foreldra sinna á sumr
in, en á veturn a skiptust þeir á að fara
suður á vertíð eða á Völlinn, sem þá var
kallað, þegar menn unnu á Keflavíkur
flugvelli. Árni var þrjá r vertíðir í Vest
mannaeyjum og einn vetur á Vell inum
og kunni þaðan frá ýmsu að segja.
Heimilisfaðirinn Árni Sveinsson lést
1965, ári eftir að fjölskyldan fluttist til
Sauðárkróks, en móðirin Sigurveig Frið
riksdóttir varð gömul kona og lést
sumarið 1990. Hafði Árni að síðustu
ann ast móður sína að mestu rúmfasta
heima svo lengi sem nokkur kostur var.
Sigurveig var gáfuð kona og hagmælt,
einstaklega sagnafróð og kunni feikn af
kveðskap. Una dóttir þeirra og systir
Árna var líka greind kona og draum
lynd, mjög hneigð til að skrifa og komu
eftir hana tvær skáldsögur á prenti, auk
smá sagna og framhaldssagna í Heima er
bezt. Hún varð bráðkvödd á heimili
þeirr a 1982. Friðrik einn fór burtu og
fluttist suður. Hann lést í vetrarbyrjun
1999.
Árni var glaðvær ungur maður, lag
tæk ur mjög, batt bækur fyrir sig og
lestrar félagið og var hjálpsamur ná
grönn um í sveitinni, hneigður fyrir
hand verk eða sjómennsku en lítið fyrir
búskap og skepnuhirðingu, þótt honum
færust þau störf vel eins og allt sem hann
lagði hönd að.
Árni Hólmsteinn Árnason var fæddur á Kálfsstöðum í Hjaltadal 18. september 1923 og lést
á sjúkrahúsinu á Sauðárkrók i 30. mars 2001. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson, f. 30. októ
ber 1892, d. 23. okt ó ber 1965, og Sigurveig Friðriksdótt ir, f. 21. október 1896, d. 5. ágúst
1990, búandi hjón á Kálfsstöðum í Hjaltadal. Systkini Árna voru Una Þorbjörg Árna dóttir, f.
28. maí 1919, d. 5. febrúar 1982, og Friðrik, f. 23. apríl 1922, d. 16. nóvember 1999. Öll
voru þau systkini barnlaus.
Árni átti heima á Kálfsstöðum meira en helming ævinnar eða í 41 ár, til ársins 1964, flutt
ist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks og bjó þar til æviloka á Ægisstíg 6.