Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 107
107
ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
kom í Hólakirkju. Einhver flikkaði
upp á það, Skúli eða Tómas jóhanns
son á Hólum, svo að það varð sæmi
legt, og hann lærði síðan að spila af
sjálfsdáðum og gat spilað eftir nótum.
Friðrik bróðir lærði líka að spila á
orgelið og eftir að þau fluttu á
Sauðárkrók fékk Pálmar Ísólfsson,
bróðir Páls, orgelið.
Skömmu áður en Árni Eiríksson dó
á Akureyri (23. desember 1929), gerði
hann nafna sínum orð að finna sig.
Árni á Kálfsstöðum fór norður og þá
gaf frændi hans honum m.a. úrið sitt.
Það er í safni Kristjáns Runólfssonar
núna. Ég held að pabbi hafi aldrei tali ð
sig hafa komist í meiri lífsháska en á
heimleiðinni, en þá hreppti hann
stórhríð á Hjaltadalsheiði.
Þau keyptu Kálfsstaði árið 1923,
þegar þau fluttust þangað. Lítið munu
þau hafa átt og mestallt keypt í skuld,
jörðin og búshlutir ýmsir og líklega
eitthvað af búpeningi. Þetta var á
verst u dýrtíðarárunum eftir fyrri
heimsstyrjöld. Svo lækkaði allt nema
skuldirnar. Þetta var óskaplegt basl og
hann komst ekki út úr þessu fyrr en
„blessað“ stríðið kom. Það vantaði allt
á Kálfsstöðum nema skuldirnar. jörðin
var öll í niðurníðslu en eftir stríðið var
farið í að byggja upp. Veturinn áður
en byrjað var að byggja smíðaði ég alla
glugga og hurðir í húsið. Við fluttum
inn árið 1949. Fjárhúsin komu seinna.
Við tókum þau á fjórum árum, byrjuð
um á ytri partinum á hlöðunni og
byggðum næsta ár fjárhúsin framan
við þau. Síðan syðri partinn af hlöð
unni og loks húsin framan við þau.
Pabbi var meðhjálpari lengi, tók við
af Gunnlaugi jónssyni í Víðinesi, og
var það allt til þess að hann fluttist á
Krókinn. Hann starfaði að mörgum
félagsmálum, ungmennafélagi, lestrar
félagi o.fl. Við vorum með lestrarfélags
bækurnar frá því að skólahúsið á
Hólum brann 1926. Lestrarfélags
bækurnar höfðu verið þar. Hann
kennd i nokkuð, t.d. í Óslandshlíðinni,
Kálfsstaðafjölskyldan sunnan við gamla
bæinn, líklega um 1945. Í aftari röð
f.v.: Árni H. Árnason, Friðrik Árnason,
Árni Sveinsson. Í fremri röð: Una
Sigurðardóttir, Sigurveig Friðriksdóttir,
Una Árnadóttir. Fremst situr
Jón Sveinsson sumardrengur.
Eigandi myndar: HSk.