Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 111
111
ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
brennivíni og mútaði mannskapnum.
Sigurður Sigurðsson sýslumaður var
þarna líka og margt um manninn.
Meðal annarra var þarna Guðmundur
nokkur Márusson. Hann rétti að sýslu
manni flösku og sýslumaður sýpur á.
„Veistu hvað þetta er?“, segir Guð
mundur. „Nei, þetta er ágætt,“ svarar
sýslumaður. „Þetta er landi,“ segir þá
Guðmundur. „Andskoti er hann þá
góður,“ svarar Sigurður.
Ég man vel eftir Pétri mínum á
Kjarvalsstöðum þá. Hann var nú veik
ur fyrir víninu og þá fljótur að skipta
skapi til hins betra. Hann var þarna
með Mósa sinn við gömlu réttina,
kemst nú hjálparlaust á bak, segir svo
við nærstadda, þ.á m. Halldór og Sig
urð sýslumann: „Komiði strax í kvöld
að sækja kindurnar mínar. Það er ekki
víst að ég verði í eins góðu skapi á
morgun.“ Svo sló hann í Mósa og hatt
urinn fauk af honum og varð eftir. Það
var ekki annað hægt en hafa gaman af
Pétri við vín. Það var sama hvað hann
var í vondu skapi. Hann ljómaði eins
og sól þegar hann sá flöskuna.
Við síðasta niðurskurðinn haustið
1954, þegar skorið var niður í Hlíð,
Kálfsstöðum og Kjarvalsstöðum, þá
var féð flutt út í Hofsós. Pabbi og
Friggi bróðir fóru með Kálfsstaðaféð
úteftir, en ég átti að vera heima. Pétur
kemur þá sama morguninn, eða kvöld
ið áður, fram í Kálfsstaði og spyr mig,
hvort ég vilji ekki fara fyrir sig og
Kjarvalsstaðafjölskyldan um 1963, næstu nágrannar Kálfsstaðafólks. Frá vinstri talið:
Hallgrímur Pétursson, Ásta Hallgrímsdóttir, Svava Antonsdóttir, Anna Jónsdóttir,
Grímur Hallgrímsson, Pétur Pálsson. Eigandi myndar: HSk.