Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 113
113
ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
Pétur hnussaði og taldi réttara að hafa
vísuna þannig:
Kjarvalsstaði kringum er
krökkt af mera grúa.
Fjandanum því ekki er
ofgott þar að búa.
Minningar af Vellinum
Veturinn 1954–1955 var ég á Kefla
víkurflugvelli. Ég vann við alls konar
viðhald. Það var gaman að vera þar,
þennan vetur sérstaklega. Ég bjó inni
á Vellinum, rétt innan við hliðið og
við enda á einni flugbrautinni. Svo
þeg ar vindurinn stóð af ákveðinni átt,
þá tóku vélarnar flugið rétt yfir bragg
ann minn. Hann nötraði og þær voru
yfirleitt á ferðinni á nóttunni.
Það gerðist margt þar þann vetur
sem engar fréttir bárust um í blöðum
og útvarpi á Íslandi. Þar urðu mörg
slys og aðeins um eitt þeirra komu
fregnir í íslenskum blöðum, þegar
olíutankvélin fórst. Bragginn minn
var sem sé við endann á flugbraut og
geysistór rampur við endann á braut
inni, þ.e. ferkantað plan. Maður var
fljótur að aðlagast aðstæðum, því eftir
viku var ég hættur að vakna við þegar
orustuþoturnar skriðu yfir þakið á
bragganum. Verkstæðið sem ég vann
á var rétt við rampinn. Einn morgun
er við vorum nýkomnir til vinnu, þá
heyrum við sprengingu. Þá höfðu
komið 80 orustuþotur um nóttina og
var búið að raða þeim upp væng við
væng á útköntum rampsins. Ég taldi
þær. Þá standa tvær í björtu báli, en
slökkviliðið var búið að slökkva eldinn
15 mínútum eftir að við heyrðum
sprenginguna. Það þótti þeim víst
ekki nógu gott, því að þeir héldu æf
ingu næstu nótt með stórum og vönd
uðum slökkvibílum. Það var ísing á
götunum og brautunum og þeir veltu
einum kagganum og það drapst einn
maður. Þetta var slökkvilið hersins.
Þennan vetur var lengsta verkfall
sem komið hafði á Íslandi, stóð í sex
vikur. Þá var loftbrú frá Bandaríkjun
um og allt flutt flugleiðis, fast og
fljótandi, ætt og óætt, m.a. bensín og
Kálfsstaðabræður keyptu
nýjan jeppa árið 1955.
Hér eru þeir galvaskir
framan við nýja bílinn.
Eigandi myndar: HSk.