Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 114
114
SKAGFIRÐINGABÓK
olíur. Ég fór ekkert heim, því hefði ég
farið út af Vellinum meðan verkfallið
stóð, þá hefði ég ekki komist inn aft
ur.
Einu sinni er ég að fara í matinn og
sé þá 7 eða 8 tankvélar taka sig upp
hverja á eftir annarri og það rýkur úr
einum hreyflinum. Ég segi við einn
félaga minn, að það muni vera eitthva ð
að þessari vél. Og það kom á daginn.
Hún hvarf og var síðan gerð leit að
henni og Íslendingar tóku þátt í þeirri
leit. Þess vegna komst það í íslenskar
fréttir.
Eina nóttina kom stór flugvél með
konur og börn, fjölskyldur hermanna
sem voru að flytjast hingað. Hún
undir lenti sem kallað var, reif undan
sér hjólabúnaðinn og magalenti á
braut inni og stóð í björtu báli. En það
óskiljanlega skeði að enginn fórst í
vél inni. Ein kona lærbrotnaði af því
henni var hent út úr vélinni, en lækir
af bráðnu alúmíni runnu eftir flug
brautinni því að hitinn var svo mikill
af bálinu.
Svo fórst orustuþota einu sinni. Ég
var að fara í matinn í hádeginu þegar
skyndilega verður allt brjálað, lög
reglan, herinn, slökkviliðið og allir.
Þá hafði sést til þotu sem gerði ekki
vart við sig og þótti sýnt að hún ætlaði
að magalenda. En flugmennirnir sem
betur fór sveigðu frá brautinni og
beindu henni í hraunið rétt við völl
inn. Flugmennirnir tveir sprengdu sig
út úr vélinni og komu niður í fall
hlífum og sluppu báðir lifandi, en það
var ótrúlega stórt svæði sem vélin
dreifðist um. Það var með ólíkindum.
Eitt slysið varð utan við dyrnar á
verkstæðinu sem ég var á. Þá var verið
að prófa og stilla vængspaðana á stóru
þyrlunum. Þarna voru tveir menn með
langa stöng með krítarmerkjum. Svo
þegar flugmaðurinn var búinn að setja
á ákveðinn hraða þá átti að færa stöng
ina að með krítinni til að láta spaðana
merkja hæðina. Svo skeði það að þeir
missa kraftinn af spöðunum sem féllu
við það og sneiddu höfuðið sundur á
einum.
Árni stundaði refaveiðar
fáein vor. Hér er hann
nýkominn heim af greni
með feng sinn. Sigurveig
móðir hans stendur við
gluggann.
Eigandi myndar: HSk.