Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 123
123
Ég kynntist Árna G. Eylands árið
1961, er ég ákvað að nema búvísindi í
Noregi. Til að hefja nám við Land
búnaðarháskólann á Ási þurfti á þeim
tíma auk stúdentsprófs einnig að hafa
búfræðipróf. Vildi ég helst komast í
búfræðinámið í Noregi og frétti af því
að Árni væri íslenskur landbúnaðar
sendi ráðsfulltrúi í Osló. Hann var þó
talsvert hér á Íslandi, átti hér heimili
(mig minnir að hann hafi átt heima í
Gnoðarvogi). Ég hitti hann og bað
hann að koma mér í nám á góðum
búnaðarskóla í Noregi. Hann kom
mér fyrir hjá kunningja sínum, Sjur
Ulvund skólastjóra á Öxnavaði í Roga
landi í Noregi, ekki langt frá Staf
angri. Skólinn var á svæði sem kallast
Jaðar og er eitt besta landbúnaðar
hérað í Noregi. Á Öxnavaði átti ég
gott námsár áður en ég hóf nám á Ási.
Árni var mér afskaplega vinveittur
og með okkur tókst ágæt vinátta.
Hann fylgdist með námi mínu og
síðar starfi og við sendum hvor öðrum
bréfstúfa og hann sendi mér vísur.
Hann gaf mér ljóðabækur sínar og
einnig áritað eintak af merkustu bók
sinni, Búvélar og ræktun. Fyrst reyni ég
að meta nokkuð hugsjónamanninn
Árna G. Eylands, enda þótt ég sé svo
sem ekki betur til þess fallinn en
marg ir aðrir. Hugsjónir hans koma
best fram í því sem hann skrifaði í
bundnu og óbundnu máli.
Árni bjó alla ævi að uppvextinum í
Skagafirði. Hugur hans leitaði þangað
og þar hafði hann greinilega orðið
fyrir áhrif um sem mótuðu hugsjónir
hans. Hann yrkir mikið um Skagafjörð
og hugur hans er oft á bernskuslóðum
jafnvel þeg ar hann er á erlendri grund:
BJARNI E. GUÐLEIFSSON
HUGSJÓNAMAÐUR OG SKÁLD
Kynni mín af Árna G. Eylands
____________
SKAMMDEGI Í RÓM
Við hámenning Rómar það rifjast upp allt,
sem reyndist ei mannkyni gullverði falt,
þó víða úr rústunum rjúki.
En frægustu hallir og líkneski‘ ég lít
í leiðarbók minni, ég síðuna brýt.
– Það morgnar hjá Mælifellshnjúki.
Mér sýnist að tvennt megi telja aðal
hugsjónir Árna: Landbúnað annars
veg ar, og sögu og sjálfstæði þjóðar
innar hins vegar.
Landbúnaðarhugsjónina má lesa úr
ævistarfi hans. Hann kom ótrúlega
víða við í íslenskum fyrirtækjum og