Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
124
Árni G. Eylands á námsárunum. Myndin
sennilega tekin 1913–1914.
Úr safni Þórunnar Reykdal.
Árni G. Eylands var Skagfirðingur,
fædd ur að Þúfum í Óslandshlíð 8. maí
1895. Hann varð búfræðingur frá
Hóla skóla en nam síðan búfræði í
Nor egi og Þýska landi. Árið 1921 réðst
hann til starfa hjá Búnaðarfé lagi Ís
lands og varð síðar verkfæra ráðu naut
ur Bún aðar félagsins, fram kvæmda
stjóri Bún aðardeildar SÍS, Áburðar sölu
ríkisins, Grænmetisverslunar ríkisins,
ritstjóri Freys og loks fulltrúi í At
vinnu mála ráðuneytinu og sendi ráðs
fulltrúi í Osló. Hann var í forystu
Verkfæra nefndar og Vélasjóðs. Má
segja að Árni hafi komið að flestu því
er varðaði þá miklu verktæknibylt
ingu landbún aðarins er hófst á þriðja
áratug 20. ald ar. Hann lét mörg þjóð
mál til sín taka, skrifaði mikið í blöð
og tímarit, og gaf að auki út þrjár
ljóðabækur. Árni skrifaði bókina Bú
vélar og ræktun, sem út kom árið 1950,
en bókin er ein stakt heimildarrit um
tæknivæð ingu íslensks landbúnaðar á
fyrri helmingi 20. aldar. Eiginkona
Árna var Margit Fosstveit frá Sauda í
Nor egi og áttu þau tvö börn, Iðunni
og Eirík. Heimili áttu þau hjón lengst
af í Reykjavík, en bjuggu þó um tíma
í Noregi. Árni G. Eylands lést 26. júlí
1980.
stofnunum sem studdu að framþróun
íslensks landbúnaðar, einkum er varða
véltækni og jurtaræktun. Má til dæm
is nefna Búvéla og sáðvöruverslun
SÍS, Áburðarsölu ríkisins, Verkfæra
nefnd og Grænmetisverslunina. Þann
ig stundaði hann störf sem stefndu að
því takmarki hans að auka sjálfsbjörg
þjóðarinnar með því að nýta gæði
lands ins. Hann skrifaði margt til að fá
þjóðina með í þann leiðangur að efla
íslenskan landbúnað. Hér eru talin
nokkur slíkra ritverka Árna G. Ey
lands:
• Heim að Hólum (Lögrétta, 1920)
• Ræktum landið (Búnaðarrit, 1923)
• Ræktun (1928)
• Kalksaltpétur IG og Nitrophoska IG
(1930)