Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 125
HUGSJÓNAMAÐUR OG SKÁLD
125
• Ræktunarmál (Búnaðarrit, 1931)
• Meira gras. Hugvekja um áburð og
áburðarhirðingu (1937)
• Pistill um aukna kartöflurækt (1939)
• Auður mýranna (Freyr, 1940)
• Búvélar og ræktun (1950)
• Skurðgröfur að verki 1942–1951 (1952)
• „Djúpt skal plægja teig til töðu“
(Morgunblaðið, 1953)
• Nýjar leiðir (Íslendingur, 1955)
• Afl og ræktun (1957)
• Opið bréf til Öræfinga. Þáttur um búvélar
og tækni (1960)
• Heim að Hólum (1963)
• Kal og kenningar (Dagur, 1965)
• Búvélar (Bréfaskóli SÍS, 1967)
• Tilraunir á villigötum (Ársrit RN,
1967)
• Kalinu boðið heim (Ársrit RN, 1968)
• Eftirmæli um Skerpiplóginn (Ársrit
RN, 1969)
Ef ég ætti að nefna eitt orð til að
ramm a inn hugsjónir Árna G. Eylands
væri það orðið Mold. Hann yrkir meir a
um moldina en nokkur annar.
MOLD
Moldin bíður og moldin kallar,
moldin kallar um sveitir allar,
moldin hún bíður mín og þín,
moldin bíður og sólin skín.
Moldin er frjó, ef mennirnir vilja
moldina og hennar eðli skilja,
ganga að fullu henni á hönd,
hamingju leita á feðraströnd.
Hugsjón hans byggir á óbilandi trú
hans á íslenskri mold. Þetta er eflaust
skagfirsk barnatrú sem hann ól og
efld i með sér alla ævi, enda heitir
fyrsta ljóðabók hans Mold.
Heiti nokkurra kvæða úr bókinni
Mold, 1955:
• Moldin bíður
• Óplægðir akrar
• Akurgerðarmaðurinn
• Skurðgröfusöngur
• Framræsla
• Plæging
• Jarðýtan
• Skerpiplógurinn
• Plógherfið
• Sauðvingullinn
• Björkin
• Í traktorsmiðjunni
• Á mölinni
• Mold
• Af mold ert þú kominn
Ljóðabókinni fylgdi hann eftir í orði
og verki með því að sjá bændum fyrir
vélum og tækjum sem gætu hjálpað
til við að nýta þessa miklu möguleika
íslenskrar moldar. Og uppskeran var
honum hugleikin, þar beindi hann
athygli manna bæði að gróðrinum og
tækni til að nýta hana, enda valdi
hann heitið Gróður á aðra ljóðabók
sína. Heiti helstu kvæða hans þar
vitn a um þetta áhugasvið.
Heiti nokkurra kvæða úr bókinni
Gróður, 1958:
• Plógvísur
• Fjallagrös
• Melurinn
• Einirinn
• Birkið
• Húsakornspunturinn
• Snarrót
• Tímóteiið
• Gnýblásarinn
• Búskapur
• Bleikur
• Talað við bændur