Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 127
HUGSJÓNAMAÐUR OG SKÁLD
127
Þú hefur plægt og þú hefur sáð,
þú hefur ort og skrifað.
Þú hefur marga hildi háð
og hundrað sigra lifað.
BEG
Þetta hefði ég líklega betur látið ógert
því hann svaraði mér margfalt til baka
og sagði að svona hefði ég átt að yrkja
um sig:
Þú hefur plægt og þú hefur sáð,
þú hefur ort og skrifað.
Þú hefur marga heimsku háð
og hvergi steini bifað.
Þú hefur plægt og þú hefur sáð,
þú hefur ort og skrifað.
Þannig yrki eg um þig háð
og allt sem þú hefur lifað.
Þóttist kunna og þekkja ráð,
þvælt um margt og klifað,
ekkert plægt og engu sáð,
allt í sandinn skrifað.
Þóttist plægja, þóttist sá,
þóttist yrkja og skrifa,
kunni tökin engu á
og allra síst að lifa.
ÁGE
Þetta sýnir að Árni hafði gaman af að
fást við kveðskap. Hann kom vissu
lega miklu í verk um ævidaga sína, en
hefði greinilega viljað gera meira.
Þá er það skáldið. Enda þótt ég sé
enginn bókmenntafræðingur þá ætla
ég að reyna að leggja mat á kveðskap
Árna G. Eylands. Sem fyrr greinir orti
Árni talsvert og gaf út þrjár ljóða
bækur, sem eru 130–140 síður hver.
Hann birti einnig kvæði í tímaritum
svo sem í Tindastóli, blaði Ungmenna
félagsins Tindastóls, og auk þess gaf
hann út talsvert af kvæðum og jafnvel
ljóðabálkum sem sérprent. Sum þess
ara sérprentuðu kvæða rötuðu svo í
ljóðabækurnar, þó ekki nándar nærri
öll.
Ljóðabæklingar:
• Fögur er hlíðin (1950)
• Eldmessan á Kirkjubæjarklaustri 20. júlí
1783 (1956)
• Á Sognsæ (1957, flutt í Noregi)
• Sættin (1958)
• Kveðið á Keldum (1959)
• Ingólfur í Hrífudal (1961, ekki flutt,
bannað)
• Útilegumenn (1963)
• Heimkoman (1967)
Ljóðabækur:
• Mold (1955)
• Gróður (1958)
• Brattahlíð (1960, 150 eintök)
Mér virðist Árni hafa verið mikilvirk
astur í kveðskap sínum upp úr 1945 er
hann hætti að standa í hringiðu land
búnaðarframfaranna og gerðist full
trúi í atvinnumálaráðuneytinu og síð
ar sendiráðsfulltrúi í Osló. Enda þótt
kvæði Árna séu ekki öll lipurlega
kveð in tel ég þó að hann hafi ekki bara
verið hagyrðingur, heldur megi flokka
hann sem skáld. Reyndar má geta þess
að Árni segir í einu kvæði sínu: Skáld
eru allir sem yrkja jörð. Einkum eru það
hinir sögu legu ljóðabálkar hans sem
skipa honum á skáldabekk. Við yfir
lestur á kvæð um hans virðast þau flest
eða öll kveðin af einlægni og miklum
áhuga. Hann er að tala við þjóðina, og
þó eink um bændastéttina, og þar
leyn ir áhuginn og óþreyjan sér ekki.