Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 130
SKAGFIRÐINGABÓK
130
TÍMÓTEIIÐ
Bóndi sæll, er býrð að þínu,
bóndi, hlýð þú ráði mínu,
farðu að rækta Tímóteiið,
taktu í hlöðu kjarnaheyið
snarþurrkað og snemma slegið.
Þá mun bús þíns hagur hækka
heiður þinn og gleði stækka.
Í þriðju ljóðabók Árna G. Eylands,
Brattahlíð (líklega nefnd eftir sumar
bústað þeirra hjóna við Þingvalla
vatn), er meira um söguleg og stað
bundin kvæði og minna um hvatn ingar
í bú skap.
Heiti nokkurra kvæða úr bókinni
Brattahlíð, 1960:
• Blágrýti
• Eitt moldarljóð
• Framfarir
• Hvannalindir
• Jörð grær
• Kolbeinsdalur
• Víðinesdalur
Árni barðist í stormum mannlífsins á
fyrri hluta 20. aldar, ákafur framfara
og hugsjónamaður. Hann mun hafa
verið nokkuð stór í sniðum og hefur
örugglega oft látið á sér brotna. Hon
um hefur eflaust oft verið misboðið
eins og títt er um skapmikla dugnað
armenn. Nefna má að utan á eintak af
sérprenti af ljóðabálknum Ingólfur í
Hrífudal sem ort var í september
1961, hefur Árni skrifað: „Ekki flutt.
Bann að.“ Hann mun þá hafa verið í
Noregi og ætlað að vera viðstaddur
vígslu á styttu af Ingólfi Arnarsyni í
Hrífudal, gjöf íslensku þjóðarinnar.
Þar hefur hann ætlað að flytja ljóð sitt,
sem þeg ar var sérprentað, en ekki
fengið að flytja það og þá skrifað þetta
á for síðuna, sem lýsir nokkurri beiskju.
Það er kannski ekki að undra þó hon
um hafi sárnað, því séð hef ég sím
skeyti til Árna dagsett 6. september
1961 undir ritað af Agnari Kl. Jóns
syni með eftirfarandi texta: Ingólfs
nefnd þakkar boð yðar (um) flutning (á)
kvæði yðar (þann) 17/9 en hefur ekki
áhuga fyrir (að) þér flytjið kvæðið (á)
hennar vegum.
Ég nefndi hér að framan að hann
hefð i stundum klökknað þegar hann
tal aði um sum málefni fyrri tíðar.
Hann hefur oft fylgt sannfæringu
sinn i fremur en að láta segjast. Þetta
má greina í kvæðinu Talað við bænd ur.
Árni var ekki allra, en hann mun hafa
verið vinur vina sinna. Það fékk ég að
reyna.
TALAÐ VIÐ BÆNDUR
Að segja bændum sannleikann
ei sýnist mikill vandi,
en þó er á því algert bann
svo oft í þessu landi.
Þá hentar betur blekking gróf
og belgingur án raka
og meiri háttar málaþóf,
af miklu er hér að taka.
Ég hefi stundum brotið bann
og bændum greint af létta
og sagt þeim jafnvel sannleikann,
og sök mín stóra er þetta:
að vinna allan ævidag
að einu og sama verki,
að því að bæta bóndans hag
og bera hátt hans merki.