Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 132
SKAGFIRÐINGABÓK
132
Í upphafi var þess getið að Árni var
alla tíð mikill Skagfirðingur og Hóla
maður. Þess sér stað víða í kvæðum
hans. Bönd hans við Skagafjörð munu
hafa styrkst með árunum.
KOLBEINSDALUR
Þú kannast við Kolbeinsdalinn
kotin og býlin þar,
sem nú standa öll í eyði,
– ána og grundirnar.
Þar var oft sprett úr spori,
sporaslóðin sést enn,
þegar farið var fyrrum
að finna Skriðulandsmenn.
Við Hestasteininn á hlaði
haugarfinn dafnar og grær,
um túnið er fé á ferli.
– Ég flaug yfir dalinn í gær.
Árni sýndi Hólum í Hjaltadal alla tíð
mikinn áhuga og einhverju sinni, lík
lega árið 1975, kom hann við á Hólum
og hitti Sigtrygg Björnsson kennara.
Árni gaf Sigtryggi litprentað spjald
með mynd af Hólum, málverki eftir
Gunnlaug Blöndal. Skrifaði Árni þá
eftirfarandi vísur á spjaldið:
Vang og haga vefur mjöll
vindar naga börðin,
hugann draga huldufjöll
heim í Skagafjörðinn.
Aldrei prýðin þrýtur þín,
– það má hríða og snjóa,
þar á víða vonin mín
veg um hlíð og móa.
ÁGE
Það varð hlutskipti Árna að boða
bænd um trú á landið og útvega þeim
tæki og tækni til þess. Hann var
lengst af skrifstofumaður í Reykjavík,
en gleymdi þó aldrei uppruna sínum
úr skagfirskri mold. Hugurinn var oft
fyrir norðan. Þar var moldin sem hafði
leikið um hendur hans í barnæsku og
hafði blásið honum þessari hugsjón í
brjóst. Það á því vel við að ljúka þess
ari umfjöllun um Árna G. Eylands á
erindi úr kvæðinu Á mölinni.
Á MÖLINNI
Að standa í svelti á moldarlausri möl
og miðla lýðnum pappírsrusli og tölum,
mun reynast hverjum ærin ævikvöl,
sem ungur lék að hornahjörð og völum.
– Ég vildi´ ég væri kominn norður Kjöl
að kveða ljóð í Skagafjarðar dölum.
(Greinin er unnin upp úr erindi sem flutt var á Eylandsþingi á Hvanneyri, 8. maí 2010).