Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 133
133
Í Mælifellsgarði, skammt innan við
sáluhlið, austan kirkju, er legsteinn,
flatur, nokkuð óvenjulegur, með út
höggn um krossi og áletrun. Letrið er
smátt og fremur klossað og orðið tals
vert skemmt. Þar stendur, eftir því
sem næst verður komist:
HER HVILIR LATINN
HEIDURSMADR
EINAR BIARNASON
ER ANDADIST AR 1856
SEX VETRUM BETR ENN SJÖTUGR
OG DOTTIR HANS
GUDBJÖRG EINARSDOTTIR
DÁIN A UNGUM ALDRI
LIFIR FRÆDIMANNS
FRODLEIKSSTARFA
OG ODEIGRA MANNKOSTA
MINNING LEINGI
I SOMA A SKÆRUM
SÖGUHIMNI
EN ÖND SIFELLDT A GUDS
SÆLUHIMNI
Hver var þessi maður, Einar Bjarna
son, sem hér hvílir ásamt ungri dóttur
sinni? Þeirri spurningu mun ég leitast
við að svara á eftirfarandi blöðum og
rekja ævi hans og störf, eftir því sem
tiltækar heimildir greina, en þær eru
einkum æviágrip hans, er hann ritaði
sjálfur á efri árum.
Einar Bjarnason ól allan aldur sinn í
Skagafirði, lengst af í Lýtingsstaða
hreppi, og var oftast kenndur við
Mæli fell og Starrastaði, þar sem hann
dvaldist mest síðari hluta ævinnar.
Hann var skáld gott og fræðimaður,
og eftir hann liggur gríðarlega mikið
af rituðu máli, frumortar rímur,
Fræði mannatal, mikið rit og merki
legt, og margt fleira, auk þess sem
hann afritaði ógrynnin öll eftir aðra
höfunda. Ævisögu sína ritaði hann
fram an við Fræðimannatal sitt. Flest
handrit hans eru varðveitt á Lands
bókasafni.
Ætt og uppvöxtur
Einar Bjarnason var fæddur að Upp
söl um í Blönduhlíð 4. júlí 1782.
Kirkju bók Silfrastaðakirkju segir
hann fæddan nokkru síðar, eða 1784,
„en sú sögn er full ósannindi“, segir
Einar í ævisögu sinni. Mun ég því
miða við fyrra ártalið, enda virðist það
notað hvarvetna þar sem Einars er get
ið. Faðir Einars var Bjarni Jónsson af
s vokallaðri Aðalbólsætt í Miðfirði, en
SÉRA ÓLAFUR HALLGRÍMSSON, MÆLIFELLI
„SKRIFARA LENGI LIFIR
LOFIÐ MOLDUM OFAR“
Einar Bjarnason fræðimaður frá Mælifelli
og Starrastöðum, ævi hans og störf
____________