Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 138
SKAGFIRÐINGABÓK
138
„kostað miklu til menningar honum“,
eins og hann kemst að orði. Guðmund
ur komst í Bessastaðaskóla og var þar
m.a. samtíma skáldinu Benedikt
Grön dal Sveinbjarnarsyni. Hann mun
hafa verið nokk uð hár vexti og gekk
undir nafninu „Mælifellshnjúkur“ í
skóla. Guð mund ur hætti skólanámi,
stundaði versl unarstörf á Hofsósi um
tíma, en um tvítugt gerðist hann
sýslu skrifari í Húnaþingi og starfaði
við það til dauðadags eða í tvo áratugi,
en hann lést á Geitaskarði í Langadal
5. janúar 1865, 41 árs að aldri. Hann
var vísna smiður ágætur, svo sem faðir
hans var, og liggur eftir hann í
handrit um heil mikið af góðum kveð
skap.3 Guðmundur þótti listaskrifari,
og segir Einar í ævisögu sinni, að hann
væri manna „fljótfærnastur við rit
gjörðir og mælir ljóð af munni fram,
þegar hann svo vill, ætíð spaklyndur,
en þó vel knár og harðger.“ Þess má
geta, að sonur Guðmundar Einars
sonar og Val dísar Guðmundsdóttur
frá SyðriKrossum í Staðarsveit, var
dr. Valtýr Guðmundsson, prófessor í
Kaupmannahöfn og þjóð kunnur
stjórn málamaður við upphaf 20. aldar,
sat lengi á Alþingi og er Valtýskan við
hann kennd. Ekki eru afkomendur frá
honum komnir.
Frá Starrastöðum fór Einar árið
1826 í húsmennsku að Mælifelli til
Jóns Konráðssonar prófasts þar „og
hefur hjá honum síðan verið allt á
þenn an dag, sem er sá 6. febrúar
1847“, segir hann í ævisögu sinni.
Með komunni í Mælifell var Einar
Bjarnason búinn að finna samastað,
sem átti eftir að verða heimili hans
nær samfellt til æviloka, og líklega
hafa árin þar verið einhver hin bestu í
lífi hans. Á Mælifelli virðist hann hafa
unnið, svo sem venja var, við öll venju
leg bústörf sem til féllu. Segist hafa
verið mikið í ferðalögum til aðdrátta
fyrir heimilið, væntanlega út á Hofsós
eða Grafarós, sem voru aðal verslun ar
staðir þess tíma, fór stundum einn í
lestarferðir með 7–8 klyfjahesta og
„átti aldrei í deilum, hvar sem kom
eða fór“, segir hann og virðist nokkuð
hreykinn af, því stundum gátu kaup
staðarferðir orðið nokkuð slarksamar.
Engin nákvæm lýsing er til af Ein
ari. En Gísli Konráðsson sagnaþulur,
sem greinir nokkuð frá Einari í riti
sínu Sögu Skagstrendinga og Skagamann a
segir, að hann væri „meðalhár vexti en
grannlegur, mjög sundur gerðarlaus,
svo að nálega hataði hann allt skraut.“
Einnig segir hann, að Einar væri „fjár
maður einn hinna best u og mikill
vinnu maður í hví vetna.“4 Augljóslega
hefur Einar verið vel að manni, því
hann segist snemma hafa lagt fyrir sig
að rista torf og bera hellur og steina á
baki sér „og kom þeim á hlóðir“.
Líklega hefur hann haft band á grjót
inu og borið það þannig á bakinu.
Nefnir hann sérstaklega stein einn á
norðanverðum svo kölluðum Berjamel,
er liggur fyrir ofan syðri part hins
gamla Mælifells túns. „Er steinn sá
mjór í annan enda og [svo] mikill, að
varla mun burtu færður verða“, segir
Einar. Ekki er fullljóst, hvers vegna
hann minnist á stein þenn an sérstak
lega, en líklega er hann að gefa í skyn,
að úr því honum hafi ekki tekist að
færa hann úr stað, þá muni vart aðrir
verða til þess. Ekki hef ur greinarhöf
undi tekist að finna á Berjamelnum
stein þennan, svo óyggj andi sé. Á fer
t ugs aldri fór Einar mjög að kenna til