Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 139
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“
139
gigtar, sem orsakast mun hafa af illri
aðbúð og klæðleysi í æsku. Á sextug
asta ári varð hann máttlítill, „fékk
ærin[n] óstyrk hægra megin svo
skjálfhentur varð.“ Hugsanlega gæti
hafa verið um að ræða aðkenningu af
slagi.
Þrátt fyrir líkamlega erfiðisvinnu
munu þó önnur störf hafa verið Einari
hugstæðari, þar sem voru skrif og
bókleg iðja. Á tuttugasta æviári heima
á Brúnastöðum lærði hann að lesa og
skrifa, „og virði hann þá að vettugi þó
honum væri bannað það“, segir hann í
ævisögunni, svo ljóst er, að einhverj
um hefur þótt slíkt óþarfi og tíma
sóun. Ekki kemur fram, hvar hann
fékk aðstoð við námið, kannski lærði
hann tilsagnarlaust. Hugsanlega kom
Eiríkur prestur þar eitthvað við sögu.
Ritaði Einar þó lítið þar til um vet
urinn 1815, en þá mun hann hafa
verið í Goðdölum. Þá afritaði hann
Lax dælasögu, „og er hún enn til
óskemmd“, segir hann. Þar á eftir
ritaði hann „Íslendingasögur allar er
Teikning Auguste Mayers af Mælifellsbænum 1835. Landslagið er töluvert ýkt: Mæli fells-
hnjúkur snævi þakinn og Járnhryggur fram af honum en Hamraheiðin nær. Þegar
leiðangursmenn voru í Skagafirði síðari hluta ágústmánaðar gerði mikið hret og snjóaði
í fjöll. Væntanlega hefur teiknarinn einungis gert lauslega drætti að fjöllunum, gengið frá
þeim síðar úti í Frakklandi og hugsað þá að þau væru nokkurn veginn svona. Svartáin
sem sveigir inn á myndina til vinstri er ekki þarna í raunveruleikanum. Bærinn er reisu-
legur, stofuhús á tveimur hæðum með glergluggum og skrautlegum brandahöfðum á vind-
skeiðum og vindhana. Takið eftir líkkistunni sem rís upp við torfvegginn og hjólbörunum
þar hjá sem líklega hefur verið nýjung á þessum tíma.